Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 53
HANNA RAGNARSDÓTTIR
Markvisst leikskólastarf í
fjölmenningarlegu samfélagi
íþessari grein er fjallað um niðurstöður rannsóknar á stöðu barna af erlendum uppruna sem
gerð var árin 2000 og 2001 í leikskólum víða um land. Skoðað var m.a. fe'lagslegt umhverfi,
móttaka og aðlögun erlendra barna. ígreininni er enn fremur fjallað um stefnumótun ífjöl-
menningarlegu samfe'lagi á íslandi, fólksflutninga t' sögulegu og alþjóðlegu samhengi, stöðu
og re'ttindi erlendra barna í íslensku samfelagi og hvort þörf er á sérstökum undirbúningi í
leikskólum. 1 lokakafla er fjallað í stuttu máli um framtíð erlendra barna á íslandi, nokkur
gaumur gefinn að álitamálum og hvaða markvissar leiðir máfara ífjölbreytilegum, fjölmenn-
ingarlegum barnahóp í skólutn og leikskólum, til að stuðla að þvt' að öll börnfái notið sín.
Undanfarin ár hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað nokkuð stöðugt á íslandi.
Um er að ræða fjölbreyttan hóp barna, misvel í stakk búinn til að takast á við nýjar
aðstæður í ókunnu landi. Fjölbreytnin í barnahópnum veldur því að erfitt er að
marka stefnu eða gera áætlanir sem öllum þessum börnum henta. Þó hafa sum sveit-
arfélög markað sér stefnu um móttöku og aðlögun erlendra barna undanfarin ár og
má þar m.a. nefna fjölmenningarstefnu Leikskóla Reykjavíkur (Leikskólar Reykjavík-
ur, 2002) en Reykjavíkurborg hefur enn fremur markað sér stefnu um fjölmenningar-
legt samfélag sem hefur að leiðarljósi að „reykvískt samfélag fái notið fjölbreytni í
mannlífi og menningu þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing ein-
kenni samskipti fólks af ólíkum uppruna" (Reykjavíkurborg, 2002). Önnur sveitarfé-
lög hafa mótað fjölskyldustefnu, þar sem grundvallarreglur um samskipti og stöðu
erlendra barna koma fram, m.a. Akureyrarbær. Á vef bæjarins kemur frarn að á Akur-
eyri, eins og víða annars staðar á landinu, sé vaxandi hópur fólks af erlendu bergi
brotinn og að nauðsynlegt sé að þessum nýju Akureyringum, ekki síst börnum og
uppalendum þeirra, verði auðvelduð aðlögun að íslensku samfélagi um leið og þeim
verði sköpuð skilyrði til að viðhalda þekkingu á menningarlegum bakgrunni sínum.
(Akureyrarbær, 2002).
Viðhorf til innflytjenda hafa mikil áhrif á hvernig stefna er mótuð í hverju landi.
Mismunandi er af hvaða ástæðum fólk flyst búferlum milli landa og svo er einnig um
það fólk sem til íslands flyst. Fjöldi fólks sem kemur í atvinnuleit fer m.a. eftir ástand-
inu á vinnumarkaðinum hverju sinni. Sassen (1999) nefnir að margt bendi til þess að
stór hluti þessa fólks komi upphaflega ekki til að setjast að í landinu til frambúðar, þó
að viðhorf þess, áætlanir og aðstæður geti hæglega breyst. Þessar aðstæður geta svo
haft áhrif á það hvernig skólar taka á móti börnunum.
51