Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 54
MARKVISST LEIKSKOLASTARF I FJOLMENNINGARLEGU SAMFELAGI
Með vaxandi fjölda erlendra barna í skólum undanfarin ár hafa stjórnendur og
kennarar staðið frammi fyrir krefjandi verkefni, sem oft og tíðum hefur verið óljóst
hvernig takast skal á við. Þættir svo sem skortur á upplýsingum og upplýsingaflæði
milli stofnana, óljós skilaboð í aðalnámskrám, skiptar skoðanir á aðferðum og ótti við
hið óþekkta virðast oft og tíðum hafa hamlað því að tekist hafi verið á við þetta krefj-
andi verkefni af krafti. Víða hefur þó verið unnið gott starf á nýjum vettvangi og ljóst
er að mikil reynsla hefur orðið til í grunnskólum og leikskólum landsins undanfarin
ár.
Rannsóknin sem fjallað er um hér á eftir var framkvæmd til að afla upplýsinga um
það starf sem unnið hefur verið í þágu erlendra barna í leikskólum á Islandi. Skoðað
var samspil félagslegra aðstæðna þeirra og stöðu þeirra við komuna í leikskólana og
hvaða leiðir leikskólarnir fóru í móttöku og aðlögun barnanna.
FRÆÐILEGT SAMHENGI
Fólksflutningar, staða fólks af erlendum uppruna og stefnumótun
í mólefnum þeirra
Til að setja stöðu erlendra barna á íslandi í alþjóðlegt samhengi og skoða þróun fólks-
flutninga til íslands er vert að skoða rannsóknir sem snerta fólksflutninga. Sassen
(1999) fjallar um hvernig fólk sem flyst búferlum til nýs lands nú á tímum virki oft
ógnvekjandi, ryðjist eða laumist inn í samfélög sem eru ríkari en upprunalönd þess.
Ríkin sem taka á móti því bregðast við eins og ferli fólksflutninga sé þeim óviðkom-
andi. En fólksflutningar eru mjög afmarkað ferli og þeir snúast ekki aðeins um ein-
staklinga í leit að betri tækifærum. Hluti af því að reyna að skilja fólksflutninga er, að
mati Sassen, að þekkja og viðurkenna hvernig, hvers vegna og hvenær ríkisstjórnir,
hagkerfi, fjölmiðlar og íbúar ríkja í heild taka þátt í fólksflutningaferlinu. Sassen nefn-
ir einnig að flóttamannastraumur lúti svipuðum lögmálum. Mikinn hluta 20. aldar
hefur verið þekkt og viðurkennt að flóttamenn hafa ekki yfirgefið heimili sín af fús-
um og frjálsum vilja, heldur vegna aðstæðna sem þeir ráða engan veginn við. En í
auknum mæli er litið á flóttamenn sem einstaklinga í leit að betri tækifærum í ríku
landi. Sassen telur að öll stefnumótun verði mun framsýnni og vandaðri, þegar litið
er á fólksflutninga sem afmarkaða viðburði, viðráðanleg ferli frekar en óviðráðanleg-
an straum fólks.
I upplýsingum frá Rauða krossi Islands (2002) kemur fram að flóttamannasamn-
ingnum sé ætlað að vernda þá sem þurfa að yfirgefa land sitt og hann skuldbindur
aðildarríkin til að senda matvæli og útbúa skjól fyrir fólkið eins nálægt fyrri heim-
kynnum þess og kostur er. Gagnstætt því sem margir halda leita fæstir flóttamanna
hælis í ríkjum Vestur-Evrópu. Einungis um fimm prósent allra flóttamanna hafa
fundið griðastað á Vesturlöndum, en hinir hafa leitað hælis í einhverju af þróunar-
löndunum þar sem fólk býr víða við mikla fátækt og jafnvel hungur.
Snow (1997) bendir á að fólk sem flyst búferlum til nýs lands leggi margt á sig
gífurlegt erfiði til að veita börnum sínum tækifæri í nýju samfélagi. Hún talar einnig
52