Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 55
HANNA RAGNARSDÓTTIR
um þversögnina að óttinn við hið óþekkta komi í veg fyrir samskiptin sem gætu eytt
óttanum. Einnig að á meðan litið er á þetta fólk sem ógn og til vandræða, verði ekki
lTagnaður af hinum menningarlega auði. Ekki er hægt að kynnast því sem maður ótt-
ast, og ekki er hægt að minnka ótta án þekkingar. í sömu bók er lögð áhersla á að líta
beri á tvítyngi sem mikilvægan kost í nútímasamfélagi (Snow, 1997; Tabors, 1997).
Eins og áður segir hafa viðhorf til þeirra sem flytjast til nýs lands mikil áhrif á
hvernig stefna er mótuð í hverju landi. Það viðhorf að nýir íbúar séu gestir og þeir
sem fyrir eru geti valið hverjir koma og hvort yfirleitt nokkrir koma til landsins hef-
ur verið nokkuð ríkjandi hér á landi og e.t.v. hindrað markvisst starf með erlendum
börnum að vissu marki. Enn fremur það viðhorf að ef fólk kemur til að stunda vinnu
um óákveðinn tíma, sé ekki nauðsynlegt að veita börnum þeirra grundvallarkennslu
í íslensku. En hvernig setja stjórnvöld skorður um aðflutning fólks og hver eru tengsl
íslenska ríkisins við önnur ríki, þau tengsl sem Sassen fjallar um? Ákvæði nýlega
samþykktra laga um útlendinga gilda um heimild útlendinga til að koma til landsins
og dvöl þeirra hér á landi (Lög um útlendinga nr. 96/2002). Tilgangur laganna er að
veita heimild til að hafa eftirlit með komu til landsins og för úr landi og með dvöl út-
lendinga hér á landi í samræmi við stefnu stjórnvalda hverju sinni. Enn fremur að
kveða á um réttarstöðu útlendinga sem koma til landsins eða fara frá því, dveljast hér
eða sækja um leyfi samkvæmt lögunum. Þannig setja lögin fólksflutningum ákveðn-
ar skorður, en hafi lögum verið fylgt geta þeir sem til landsins flytjast sótt um ríkis-
borgararétt að tilteknum tíma liðnum og að ákveðnum skilyrðum fullnægðum. Að
auki hafa sum Evrópuríki, m.a. ísland, bundist ýmsum samningum er m.a. fjalla um
frjálsa fólksflutninga milli tiltekinna ríkja Evrópu, t.d. með Schengen-samkomulag-
inu (Sassen, 1999) og Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (Sassen, 1999;
Gunnar G. Schram, 1992). Loks ber þess að geta að ríki í alþjóðasamfélaginu bera
ábyrgð á að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna árlega. Frá árinu 1996, þegar
flóttamannaráð var stofnað á Islandi, hafa flóttamannahópar heyrt undir félagsmála-
ráðuneytið. Flóttamannaráð fær ráðleggingar frá Flóttamannaráði Sameinuðu þjóð-
anna (UNHCR) um hvar þörfin er mest og fjöldi sem taka skal á móti árlega er ákveð-
inn (Hólmfríður Gísladóttir munnleg heimild, 15. febrúar 2002). Þörfin er gífurleg,
því áætlaður heildarfjöldi flóttamanna og hælisleitenda í janúar 2001 var 18 milljón-
ir. Að auki er talið að 25 milljónir manna séu flóttamenn innan eigin landamæra
(Rutter, 2001). Flóttamenn eru fjölbreyttur hópur og eiga það sennilega eitt sameigin-
legt að eftir langa dvöl í flóttamannabúðum verða þeir þiggjendur og bíða eftir að-
stoð. Flestir flóttamenn hafa lífsreynslu sem markar þá fyrir lífstíð. Börn og fullorðn-
ir úr flóttamannahópnum geta þurft mjög sérhæfðan stuðning til að vinna úr þeirri
reynslu (Richman, 1998).
Hvað varðar nýja íbúa á íslandi er mikilvægt að hafa í huga að heildarstefnumót-
un í málefnum þeirra er flókin, þar sem einstaklingar innan þessa hóps eiga hver sína
sérstöku sögu, menningu, aðstæður og þarfir. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að
börn eru ekki gerendur í því efnahagslega og pólitíska ferli sem fólksflutningar eru.
Velgengni þeirra og velferð í samfélaginu byggist á því að hlúð sé að þeim í nýju um-
hverfi og þeim skapaður traustur grunnur í samfélaginu. Þannig ætti í raun ekki að
þurfa að velta lengi vöngum yfir því hvort og hvernig ber að sinna þeim í skólakerf-
53