Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 56
MARKVISST LEIKSKOLASTARF I FJOLMENNINGARLEGU SAMFELAGI
inu. Hvað varðar réttindi barna er Barnasáttmálinn, sem hefur verið staðfestur fyrir
Islands hönd, skýr.
Réttindi barna
Barnasáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1989
og staðfestur fyrir fslands hönd 28. október 1992. Hann er samþykktur sem alþjóða-
lög og felur í sér full mannréttindi allra barna. í Barnasáttmálanum er kveðið á um að
öll börn eigi rétt á að alast upp í friði og við öryggi. í 2. gr. Barnasáttmálans 1. er nefnt
að réttindi sem í honum felast eigi við öll börn. Hún hljóðar svo:
Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar
þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af
nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar-
bragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til
þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða
annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns (Barnaheill,
2002).
Með þessari grein samningsins er öllum börnum tryggð margvísleg réttindi. I 8. grein
1. er fjallað um rétt barnsins til að viðhalda auðkennum sínum og er það mikilvægt
atriði hvað varðar skólastarf allt. Grein þessi hljóðar svo:
Aðildarríki skuldbinda sig til að virða réttbarns til að viðhalda því sem
auðkennir það sem einstakling, þar með töldu ríkisfangi sínu, nafni og
fjölskyldutengslum eins og viðurkennt er með lögum, án ólögmætra af-
skipta (Barnaheill, 2002).
Loks má nefna 14. grein sáttmálans, en hún fjallar m.a. um rétt barns til frjálsrar hugs-
unar, sannfæringar og trúar. í 14. grein felast eftirfarandi atriði:
1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæring-
ar og trúar.
2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna,
eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum
á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.
3. Frelsi til að láta í ljós trú eða skoðun skal einungis háð þeim tak-
mörkunum sem mælt er fyrir um í lögum og eru nauðsynlegar til að
gæta öryggis almennings, allsherjarreglu, lieilsu almennings eða
siðgæðis, eða grundvallarréttinda og frelsis annarra (Barnaheill,
2002).
Samkvæmt Barnasáttmála S.Þ. er hverju barni því veitt frelsi til hugsunar, sannfær-
ingar og trúar, auk þess sem réttur þess til að viðhalda auðkennum sínum sem ein-
staklingur er tryggður. Hér er um að ræða atriði sem þurfa að liggja til grundvallar
54