Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 57
HANNA RAGNARSDOTTIR
skólastarfi og mikilvægt er að starfsfólk skóla sé meðvitað um innihald Barnasáttmál-
ans og byggi starf sitt á honum.
Er þörf á sérstökum undirbúningi fyrir komu erlendra barna i leikskóla?
Flestir fræðimenn, er fjalla um menntun, munu vera sammála því að góður og traust-
ur grunnur lagður á fyrsta skólastiginu gefi barninu það öryggi og sjálfstraust sem
þarf til að þroskast og menntast. Mikilvægur þáttur þar er að ná góðum tökum á
móðurmálinu. Annar stór þáttur er að börnin nái að þroskast og dafna sem einstak-
lingar, þar sem sérkenni þeirra og fjölskyldna þeirra eru virt og viðurkennd af um-
hverfinu, öðrum börnum og fullorðnum. Fordómar og ranghugmyndir barna geta
mótast á unga aldri og á aldrinum þriggja til sex ára hafa flest börn þróað með sér
djúpan skilning á sjálfum sér og umhverfinu (Brown, 1998). Þar skiptir miklu máli
hvernig viðhorf fullorðinna í kringum þau eru. Fordómar fullorðinna skila sér fljótt
til ungra barna og geta fest þar rætur sem erfitt er að rjúfa síðar á ævinni. Því er mikil-
vægt fyrir fullorðið fólk, sem starfar með börnum, að vera meðvitað um eigin viðhorf
og skoðanir. Segja má að menntun án fordóma sé ekki markmið í sjálfu sér heldur
nýtt sjónarhorn á lífið og tilveruna. Menntun án fordóma snýst um að vera rneðvit-
aður, öðlast þekkingu, hæfni, öryggi, þolinmæði og ákveðni til að hindra rnyndun og
þróun fordóma og kynþáttahyggju (Derman-Sparks og Phillips, 1997).
Börn sem ekki öðlast öryggi og sjálfstraust á fyrsta skólastiginu flytja með sér óör-
yggi yfir á næstu skólastig. Oft veldur það því að vandinn vex með hverju skólastigi.
I íslensku skólakerfi hefur það verið áberandi undanfarin ár hversu fáum börnum af
erlendum uppruna hefur vegnað vel í framhaldsskólum (Menntamálaráðuneytið,
1998). I nýlegri rannsókn þar sem bornar voru saman félagslegar aðstæður unglinga
sem hafa erlent móðurmál og íslenskra unglinga kemur fram að unglingar sem hafa
erlent móðurmál, einkum þeir sem hafa alist upp á íslandi, eru m.a. líklegri en ís-
lenskir unglingar til að vera óhamingjusamir í skóla, líða illa andlega og hafa notað
áfengis- og vímuefni (Gyedu-Adomako, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Bryndís Björk
Ásgeirsdóttir, 2000). En hvað sýna nýlegar rannsóknir t.d. í Bretlandi, Bandaríkjun-
um og Noregi um stöðu barna af erlendum uppruna þar? Rannsóknir í nágranna-
löndunum hafa sýnt að þeir nemendur sem fá kennslu á sínu móðurmáli að hluta til,
eru líklegri til að ná góðum árangri í skóla og betri líðan en hinir, sem eingöngu fá
kennslu í máli meirihlutans (0zerk, 1997; Siraj-Blatchford og Clarke, 2000). Enn frem-
ur getur sú staða að vera öðrum háður, tilheyra ekki og ráða ekki við aðstæður haft
slæm áhrif á þróun sjálfsmyndar barna, en þetta er algeng upplifun barna í nýju sam-
félagi (Sand, 1997; Germundsson, 2000). Enn aðrar ástæður fyrir vanlíðan barna af er-
lendum uppruna geta verið skortur á viðurkenningu, fordómar og hugmyndir í sam-
félaginu og innan skólakerfisins um hvað er eðlilegt eða venjulegt (Pihl, 2002). Ef
þannig er litið á íslenskt þjóðerni sem eðlilegt eða venjulegt og annað þjóðerni sem
óvenjulegt er um leið verið að gefa þau skilaboð að menningarlegur margbreytileiki
sé frávik, önnur menning en íslensk sé óvenjuleg.
Það þarf ekki að fjölyrða um livert framhaldið getur orðið. Traustur grunnur ein-
staklings sem lagður er í leikskóla er því í raun fyrirbyggjandi aðgerð fyrir samfélag-
55