Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Qupperneq 59
HANNA RAGN ARSDÓTTIR
Aðferðir
Rannsóknin var gerð með hléum frá fyrri hluta árs 2000 til ársbyrjunar 2002. Stað-
setning leikskólanna í rannsókninni var valin þannig að þátttakendur væru í leikskól-
um á höfuðborgarsvæðinu og í nokkrum landshlutum, í sjávarþorpum og öðru þétt-
býli. Spurningalistar voru sendir til leikskólastjóra í samtals 102 leikskólum, 81 á höf-
uðborgarsvæðinu og 21 utan þess. Svör bárust frá 55 leikskólum eða u.þ.b. 54% leik-
skóla, 41 af 81 eða u.þ.b. 51% á höfuðborgarsvæðinu og 13 af 21 utan þess eða u.þ.b.
62%. Þegar ítrekað var að spurningum væri svarað, voru ástæður fyrir fremur lítilli
svörun sem nefndar voru t.d. tímaskortur, of mikið af könnunum í leikskólum, mik-
ið vinnuálag, tíð skipti leikskólastjóra og skortur á upplýsingum varðandi þessi mál
(ekki nein skrifuð gögn eða skýrslur til). Einnig var nefnt að ekkert sérstakt væri gert
fyrir þessi börn og því tæki því ekki að svara, að það væru svo fá börn að ekki væri
neitt gert, að betra væri að aðrir leikskólar svöruðu - það væri hvort sem er alls stað-
ar verið að gera sömu hlutina. Nokkrir leikskólastjórar höfnuðu alfarið þátttöku án
þess að gefa ástæður.
I spurningalistunum var spurt um ýmsa þætti sem tengdust erlendum börnum í
leikskólunum, svo sem umfjöllun um menningu, trúarbrögð, íslenskukennslu,
móðurmálskennslu, samstarf við foreldra og mat leikskólastjóra á starfinu.
Staðsetning leikskólanna sem svör bárust frá var sem hér segir:
Höfuðborgarsvæðið (borg og bær - 40 leikskólar), Vestfirðir (5 staðir - 6 leikskól-
ar), Norðurland (3 staðir - 4 leikskólar), Austfirðir (1 staður - 1 leikskóli), Suðurland
(2 staðir - 2 leikskólar), Reykjanes (2 staðir - 2 leikskólar).
Loks voru fengnar ítarlegar upplýsingar um móttöku og stöðu flóttamanna hjá
fulltrúa Rauða kross íslands í febrúar 2002.
Hugtakanotkun og flokkun
Þau hugtök sem lágu til grundvallar þegar spurt var um fjölda barna voru eftirfar-
andi:
• Flóttamenn
• Börn af erlendum uppruna
• Börn sem eiga annað foreldri íslenskt
Þessi flokkun var notuð til að gera greinarmun á þeim börnum sem höfðu íslensku
sem fyrsta eða annað mál og tvö móðurmál á heimili og þeim sem höfðu annað móð-
urmál en íslensku. Ljóst er að fyrsti flokkur gæti fallið inn í annan flokk, en að flokka
flóttamannabörnin sér þjónaði þeim tilgangi að skoða hvernig sú sérstaka þjónusta
sem þeim er veitt skilaði sér inn í leikskólastarfið. Ljóst er að flokkun þeirra barna
sem hér er um rætt er ekki einföld og vandmeðfarin. í stað þess að nota hugtök, svo
sem tvítyngi til að flokka börnin, sem gæti þýtt það að íslensk börn, sem búsett hafa
verið erlendis yrðu tekin með, var valin sú leið sem að ofan er lýst, til þess að ná inn
í rannsóknina öllum þeim börnum sem búa að einhverju eða öllu leyti við aðra menn-
ingu og tungumál en íslenskt á heimili sínu. Var þá ekki leitað eftir því hvort um ís-
57