Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 60
MARKVISST LEIKSKOLASTARF I FJOLMENNINGARLEGU SAMFELAGI
lenska ríkisborgara væri að ræða eða ekki, enda ekki sjálfgefið að breytt ríkisfang (að
verða íslenskur ríkisborgari) stuðli að breytingum á menningarlegu umhverfi á heim-
ili viðkomandi. Tilgangur flokkunarinnar, sem notuð var í rannsókninni, var fyrst og
fremst sá að ná til allra þeirra barna sem búa við annað menningar- og málumhverfi
en íslenskt á heimilum sínum og að fá upplýsingar um það starf sem að þeim sneri í
leikskólum. Spurningar voru allar opnar nema þær er snertu fjölda barna.
Niðurstö&ur
I niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að börn af erlendum uppruna höfðu ver-
ið í 43 af þeim 55 leikskólum sem svör bárust frá. í þessari tölu eru einnig þau börn
sem eiga annað foreldri íslenskt. Mjög misjafnt var hversu mörg erlend börn eða börn
sem eiga annað foreldri íslenskt voru í leikskólunum, allt frá því að vera eitt barn í
fjölmennum þriggja deilda leikskóla í það að vera tíu í fámennum tveggja deilda leik-
skóla á landsbyggðinni. Ljóst er að hér er um að ræða verkefni sem mikill fjöldi leik-
skóla mætir daglega og þörfin á markvissri vinnu því mikil. Hafa ber í huga að þörf-
in er ekki minni þótt fjöldi barna í leikskólanum sé lítill. Kostur við fá erlend börn í
hverjum leikskóia eru þeir að góðir möguleikar ættu að vera á því að koma til móts
við þarfir hvers barns. Hins vegar kemur það viðhorf fram í svörum leikskólastjóra í
rannsókninni, að þar sem um fá börn er að ræða, þurfi ekki að laga leikskólastarfið
sérstaklega að þeim.
Athyglisvert var að leikskólastjórar virtust ekki telja að þau börn sem áttu annað
foreldri íslenskt þyrftu annan undirbúning, aðlögun eða móttöku en börn sem áttu
báða foreldra íslenska. Ekki var heldur um þjónustu, svo sem túlkaþjónustu að ræða
fyrir erlendu foreldrana í þessum hópi og á engan hátt unnið með menningu, tungu-
mál eða trúarbrögð þess hóps. Ekki kom heldur fram sú skoðun að þessi börn þyrftu
málörvun eða stuðning við erlenda móðurmálið.
Ef borin er saman aðstaða leikskóla á landsbyggðinni almennt og á höfuðborgar-
svæðinu, er nokkuð skýr munur á framboði ýmissar þjónustu sem leikskólar geta
nýtt sér í vinnu með erlendu börnunum. Má þar t.d. nefna túlkaþjónustu og ýmis
námskeið og ráðgjöf sem fá má t.d. hjá Leikskólum Reykjavíkur, en sambærileg þjón-
usta býðst sjaldnast á landsbyggðinni. Á allra síðustu árum hefur þjónusta þó aukist
á sumum svæðum á landsbyggðinni og má þar t.d. nefna tilraunaverkefni félags-
málaráðuneytis til þriggja ára á Vestfjörðum, Fjölmenningarsetur, sem opnað var 30.
júlí sl. (Fjölmenningarsetur, 2002).
Staðsetning leikskóla virtist ekki hafa áhrif á starfið, nema hvað framboð þjónustu
var meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þá virtist mikill fjöldi erlendra
barna heldur ekki leiða til markvissara starfs, en stærð leikskóla virtist hafa nokkur
áhrif á starfið á þann hátt að meiri tími virtist vera til að skipuleggja starf, útbúa
kennsluefni og huga að þörfum einstaklinganna í litlum leikskólum.
Af svörum við spurningum í rannsókninni er erfitt að sjá að einn þáttur stuðli öðr-
um fremur að markvissri vinríú með erlendu börnunum. Þeir leikskólar sem virðast
starfa hvað markvissast, t.d. með móttökuáætlunum og markvissri málörvun og hafa
flest úrræði fyrir erlendu börnin eiga það þó sameiginlegt að þar stjórna áhugasamir
58