Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 63
HANNA RAGNARSDÓTTIR
Ef börnin áttu annað foreldri íslenskt fengu þau yfirleitt ekki aðra þjónustu en
börn sem áttu báða foreldra íslenska og ekki var notaður túlkur í foreldraviðtölum.
Skortur á upplýsingum um erlend börn og oft og tíðum lítill aðdragandi að komu
þeirra virtist að einhverju leyti koma í veg fyrir að undirbúningur færi fram fyrir
komu þeirra. Einnig það viðhorf að ekki þyrfti að undirbúa börnin né starfsfólk undir
komu erlendu barnanna. Þá kemur fram í sumum leikskólum að leikskólastjóri ótt-
ast það að sérstök umfjöllun um erlent barn muni auka á fordóma gagnvart því.
Þannig nefndi einn leikskólastjóri að ekki væri gerður munur á börnunum, öll væru
kynnt á sama hátt, þar með væri verið að varast að greina á milli með litarhafti,
tungumáli, þjóðerni, fötlun eða einhverju slíku. Fylgst væri með erlenda barninu,
hvar því gengi að tengjast við barn eða hóp og því væri fundinn tengill sem leiddi,
léki við það, sæti hjá því og þess háttar fyrstu dagana eða vikurnar.
Aðlögun barnanna
Þessi þáttur rannsóknarinnar fjallaði um hvernig aðlögun barnanna var háttað er
dvöl þeirra í leikskólanum hófst og hvernig hún var lík eða ólík aðlögun annarra
barna í leikskólanum. Einnig var spurt hvort börnin sem fyrir voru fengju einhvern
undirbúning eða aðlögun fyrir komu erlendu barnanna og ef svo væri, hvernig þeim
undirbúningi væri háttað.
Aðlögun barnanna var nokkuð misjöfn eftir leikskólum. í sumum tilvikum var
nefnt að reynt væri að hafa hana svipaða og hjá öðrum börnum, en svo vitnað sé í
leikskólastjóra : „ ... stundum verður eiginlega engin aðlögun vegna misskilnings,
þ.e. tungumálaerfiðleika." I einum leikskóla var nefnt að túlkur hafi verið með í upp-
hafi, en að öðru leyti hafi aðlögun verið eins og hjá öðrum börnum. I flestum leikskól-
um var aðlögun erlendu barnanna eins og annarra barna, nema nokkuð lengri. Þó
voru dæmi um að aðlögunin væri styttri en venja væri, þar sem að sögn leikskóla-
stjóra var „ ... mikil pressa frá foreldrum að geta haldið áfram að vinna. Þau virtust
ekki skilja mikilvægi aðlögunar. Foreldrarnir vildu helst henda börnunum beint inn
á leikskóla og fara svo."
Þessar aðstæður má líklega einnig rekja til ólíkra hugmynda um aðlögun barna í
leikskólum. Það er ekki sjálfgefið að aðlögun eigi að eiga sér stað. Dæmi eru um það
erlendis, að sögn leikskólastjóra, m.a. sums staðar í Evrópu (Frakklandi, Austur-
Evrópu) að aðlögun, í þeim skilningi sem lagður er í hugtakið í íslenskum leikskól-
um, eigi sér ekki stað, heldur séu börn skilin eftir í leikskólanum strax á fyrsta degi.
Þá má einnig leiða að því líkur, að í sumum tilvikum hafi foreldrar óttast um stöðu
sína á vinnustað, ef þeir eyddu of löngum tíma með börnunum í leikskólanum. Var
sumum foreldrum, samkvæmt svörum leikskólastjóra, mikið í mun að komast sem
fyrst til vinnu á ný.
Samstarf og samskipti við foreldra
í þessum hluta rannsóknarinnar var spurt hvernig samstarfi við foreldrana hafi ver-
ið háttað og hvort samskipti hafi verið með aðstoð túlks. Einnig var spurt um fundi
í upphafi dvalar barns og hvort fundað hafi verið með foreldrum reglulega.
61