Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 64
MARKVISST LEIKSKÓLASTARF Í FJÖLMENNINGARLEGU SAMFÉLAGI
Nokkuð misjafnt var hvernig samskiptum og samstarfi við foreidra var háttað í
leikskólunum sem svörin bárust frá. I flestum leikskólum var þó eingöngu eitt viðtal
við foreldra (yfirleitt með leikskólastjóra og deildarstjóra) áður en barnið byrjaði. Þar
var m.a. fjallað um starfsemi leikskólans, hvernig aðlögun væri háttað, reglur leik-
skólans, hefðir og menningu, dvalargjöld, foreldrum sýndur skólinn og starfsfólkið
kynnt. I einum leikskóla var þess sérstaklega getið að fjallað hefði verið um þarfir
barnsins, hegðun, frávik og fjölskylduhætti.
Fenginn var túlkur í nokkrum leikskólum í fyrsta viðtalinu eða aðstoð frá sam-
landa sem hafði komið áður til landsins. Áberandi var að á nokkrum stöðum virtist
ógerlegt að fá túlk til að auðvelda samskipti. í einum leikskóla var unglingsstúlka úr
flóttamannahópnum ráðin í vinnu til að fylgja börnunum eftir. I nokkrum leikskólum
kom fram að gripið var til þriðja máls, þ.e. ensku, til að reyna að greiða fyrir sam-
skiptum og notaðar orðabækur. Þess ber þó að geta að þó að enskukunnátta, einkum
grunnatriði talmáls sé nokkuð algeng hér, er ekki það sama upp á teningnum meðal
alls fólks frá óiíkum þjóðum sem hingað kemur. Þessi tilraun til að bæta samskipti
getur því auðveldlega snúist upp í andhverfu sína, gert samskipti enn flóknari og
aukið á misskilning. I einum leikskóla, á stað þar sem mikið er um farandverkafólk,
var talað um að misskilningur og vantraust væri nokkur milli starfsfólks og foreldra
vegna þess hve lítill skilningur væri á tungumáli hins. í þeim tilvikum þar sem ann-
að foreldri barnanna var íslenskt var sama ferli fylgt og hjá þeim börnum sem áttu
báða foreldra íslenska og íslenska foreldrið túlkaði fyrir erlenda foreldrið.
Viðtöl við foreldra erlendu barnanna voru einu sinni til tvisvar á ári í flestum leik-
skólunum, en í nokkrum leikskólum var talað um að þau væru oftar ef þurfa þætti.
Ekki var fundað reglulega með erlendu foreldrunum í neinum skóla, fyrir utan árleg
foreldraviðtöl. I sumum leikskólum var talað um að foreldrar útveguðu sjálfir túlka.
Undantekning voru flóttamenn, en hvað þá varðaði voru yfirleitt haldnir foreldra-
fundir einu sinni í mánuði og er það liður í móttöku flóttamanna hjá RKÍ. Var þar t.d.
farið yfir menningarsögu flóttamannanna.
I einum leikskóla var foreldrum boðið upp á hálftíma myndbandsupptöku af
barninu í ieik og starfi. Er þessi aðferð mikið notuð í þessum tiltekna skóla til að
kynna starf leikskólans almennt. Yfirleitt fylgdu túlkar foreldrum í þessum leikskóla,
ættingjar eða vinir.
I nokkrum leikskólum var tekið fram að erfitt reyndist að funda oft með útivinn-
andi foreldrum, þar sem vinnuveitendur hefðu ekki sýnt því skilning að foreldrar
væru boðaðir á fundi í leikskólunum. Reynt hafi því verið að koma til móts við for-
eldra með því að funda fyrir og eftir vinnutíma þeirra. Þá hafi einnig þurft að sam-
ræma fundartíma með túlkum sem hafa líka þurft að eiga við sína vinnuveitendur.
í heild var nokkuð misjafnt hvernig leikskólastjórar mátu samskipti foreldra og
starfsfólks leikskóla, allt frá erfiðum samskiptum, vantrausti og óöryggi, til þess að
vel hafi gengið, engir menningarlegir árekstrar hafi verið og samskipti væru í góðu
lagi. Sumir leikskólastjórar nefndu að fram kæmi nokkurt óöryggi foreldra við að
tengjast leikskólanum og sýna frumkvæði í samskiptum.
62