Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 65
HANNA RAGN ARSDÓTTIR
Tungumál
I þessum hluta rannsóknarinnar var spurt hvernig tungumálaþættinum hafi verið
sinnt, þ.e. hvort barnið hafi haft túlk á móðurmáli sínu í upphafi dvalar, hvort það
hafi fengið markvissa íslenskukennslu í skólanum eða annars staðar og hvort það
hafi fengið markvissa kennslu í móðurmáli.
Ekki var um að ræða túlk með börnunum í upphafi dvalar í leikskólunum, nema
í undantekningartilvikum. I einu tilviki var unglingsstúlka barninu til stuðnings og í
einum leikskóla talaði starfsmaður móðurmál barnsins. I þeim tilvikum þar sem voru
önnur börn er höfðu sama móðurmál, voru þau fengin barninu til stuðnings í upp-
hafi.
Staða barnsins í tali, erlendu og íslensku, var í flestum tilvikum skoðuð og metin í
upphafi og unnið út frá henni. I nokkrum leikskólum kom fram að gripið var til
þriðja máls, þ.e. ensku, til að reyna að auðvelda barninu dvölina.
Markviss íslenskukennsla erlendu barnanna var yfirleitt á sama hátt og íslensku-
kennsla annarra barna í leikskólunum. I mörgum leikskólum voru þannig markviss-
ir málörvunartímar sem erlendu börnin tóku þátt í. I öðrum leikskólum lærðu er-
lendu börnin íslensku einkum í leik með íslensku börnunum og í enn öðrum voru er-
lendu börnin tekin út reglulega í nokkurs konar sérkennslu í íslensku. Dæmi um aðr-
ar leiðir sem farnar voru í fáeinum leikskólum voru markviss íslenskukennsla með
því að nota ungbarnabækur, myndabækur og spjöld, tákn með tali og myndrænt
dagskipulag sett í tímaröð.
I flestum tilvikum var heldur ekki um markvissa kennslu í móðurmáli að ræða.
Talið var þar að erlendu börnin lærðu mest á að umgangast önnur börn og þeim væri
hjálpað til að falla inn í leiki með aðstoð tengiliðs eða annars leikskólakennara. Þó
nefndu nokkrir leikskólastjórar að foreldrar væru hvattir til að tala móðurmálið við
börnin sín.
Nokkuð annað kom fram í leikskólum þar sem um börn flóttamanna var að ræða,
en hjá þeim var íslenskukennslan markviss, svo og móðurmálskennslan. I þeim til-
vikum nýtti starfsfólk leikskólanna sér einnig orðabækur á móðurmáli barnanna.
Þess ber einnig að geta, að í einu tilviki urðu flóttamennirnir og börn þeirra túlkar
fyrir leikskólann eftir að hafa dvalið nokkurn tíma á íslandi. í öðru tilviki var barn
byrjað að tala nokkra íslensku þegar það kom í leikskólann og fékk þar sömu málörv-
un og önnur börn, m.a. tákn með tali. I einum leikskóla var sá háttur hafður á að kona
kom um skeið og las sögu fjórum sinnum í viku á máli flóttamannanna. Þar var líka
talað um að börnin fengju markvissa móðurmálskennslu í u.þ.b. hálft ár eftir að hafa
dvalið í einn mánuð í leikskólanum.
Trúarbrögð
í þeim hluta rannsóknar sem fjallaði um trúarbrögð var spurt hvort um ólík trúar-
brögð hafi verið að ræða hjá börnunum og fjölskyldum þeirra og ef svo var, hvort það
hafi haft áhrif á leikskólastarfið á einhvern hátt (t.d. hvað varðaði trúarhátíðir).
I flestum leikskólum sem rannsóknin náði til voru börn sem tilheyrðu mismun-
andi trúarhópum. Af kristnum trúarbrögðum voru m.a. nefnd kaþólska kirkjan og
63