Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 68
MARKVISST LEIKSKÓLASTARF í FJÖLMENNINGARLEGU SAMFÉLAGI
andi meðal þessa fólks að traustið vantaði og það færi fljótt í vörn. Skilningsleysi yf-
irvalda gagnvart þessum aðstæðum væri líka vandamál.
Annar leikskólastjóri í leikskóla á landsbyggðinni þar sem eru flóttabörn, börn af
erlendum uppruna og börn sem eiga annað foreldri íslenskt, talar um að nauðsynlegt
sé að meiri rækt verði lögð við íslenskukennslu barnanna í upphafi dvalar þeirra hér
á landi og jafnframt móðurmálskennslu. Best væri að sveitarfélagið setti upp nýbúa-
stöð þar sem öllum væri gert jafnhátt undir höfði. Á þannig stað ættu jafnframt að
vera trilkar sem leikskólarnir hefðu aðgang að. Sami leikskólastjóri nefnir að töluvert
sé um að útlendingar komi til að vinna á staðnum. Þeir séu búnir að fá vinnu og
samastað þegar þeir koma, en eigi eftir að koma börnunum fyrir. Þau fái oft mjög
fljótt inni í leikskóla, þau fari í forgang vegna aðstæðna, þ.e. tungumálsins. Foreldr-
arnir séu nýfarnir að vinna, eða rétt að byrja, þeir skiiji ekki alltaf að barnið þurfi að
aðlagast smátt og smátt. Þessi leikskólastjóri nefndi einnig að starfsfólk leikskólans
fengi mjög oft litlar upplýsingar, jafnvel engar áður en barnið byrjaði, og mjög tak-
markaðar upplýsingar í foreldraviðtalinu sjálfu. Vandamál væri líka að foreldrarnir
ættu það til að svara og segjast skilja það sem rætt væri um, en þegar reyndi á hefðu
þeir ekki skilið neitt.
í einum leikskóla, á stað þar sem mikið er af erlendu verkafólki og mikið af blönd-
uðum hjónaböndum, nefndi leikskólastjóri að munur væri á hvort um ung börn væri
að ræða eða t.d. fjögurra til fimm ára. í þessum leikskóla hefðu erlendu börnin byrj-
að mjög ung, þau væru að byrja að tala og næðu íslenskunni fljótt. Hún telur hins
vegar að fjögurra til fimm ára börn þyrftu sérstaka íslenskukennslu. Þessi leikskóla-
stjóri nefndi líka að bæjarfélagið ætti að veita fræðslu ef flóttabörn væru að byrja og
stuðning við starfsfólkið. Það hefði reynst vel að Rauði krossinn héldi utan um flótta-
börn, þar hafi ekkert skort. Hún talaði einnig um það að í leikskólanum hafi verið
tekið á móti íslenskum börnum sem byggju erlendis í stuttan tíma (yfir sumarið) til
að aðstoða við íslenskukennslu þeirra.
I einum leikskóla var talað um að leikskólinn og sveitarfélagið væru frekar illa
undir það búin að taka á móti nemendum af erlendum uppruna. Talaði leikskóla-
stjórinn um að nauðsynlegt væri að bæjarfélagið sýndi skilning og kæmi til móts við
leikskóla með því að vera með skýra stefnu um móttöku fólks af erlendum uppruna.
Hún taldi að undirbúningurinn væri í ágætum farvegi þótt alltaf væri hægt að gera
betur. Það mætti þýða kynningarbækling leikskólans yfir á nokkur tungumál. Einnig
taldi hún að þessi þáttur þyrfti að vera skýr í námskrá leikskólans. í öðrum leikskóla
var talað um að bærinn þyrfti að marka skýra og aðgengilega stefnu um móttöku
þessara barna og eftirfylgd. Starfsfólk leikskólans yrði síðan að taka fullan þátt í því
starfi. Hún sagði að starfsfólkið væri sannfært um að það gæti gert betur. Það þyrfti
að fá foreldra til að vera meiri þátttakendur í leikskólastarfinu og vera sýnilegri. Eyða
þyrfti öllum fordómum með því að kynna lönd og þjóðir og senda starfsfólk á nám-
skeið varðandi ólíka menningarheima.
Leikskólastjórar langflestra leikskólanna voru sammála um að stuðningur sveitar-
félaga og samvinna stofnana við móttöku og aðlögun erlendra barna væri mjög
mikilvæg. Sumir nefndu að leikskólinn ætti að sjá að mestu leyti um undirbúninginn,
66