Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 69
HANNA RAGNARSDÓTTIR
en sveitarfélagið eða forsvarsmenn þess þyrftu samt að vera vel upplýstir um vinn-
una sem fram færi. Gerð móttökuáætlana og stefnumótun sem farið hefur fram á
allra síðustu árum hafa stutt við móttöku og aðlögun erlendra barna í leikskólum og
láta leikskólastjórar vel af því að hafa slík gögn til grundvallar. Einnig nefna nokkrir
að miklar framfarir hafi orðið hvað varðar almenna umræðu og upplýsingaflæði um
málefni erlendu barnanna á allra síðustu árum.
Veruleikinn á bak við heildarmyndina:
Sögur og aðstæður nokkurra barna
Hér á undan hefur verið fjallað í stórum dráttum um niðurstöður úr einstökum þátt-
um rannsóknarinnar. Þessar niðurstöður segja eingöngu hálfa söguna og gera lítið
annað en e.t.v. leiða í ljós þörfina á hugarfarsbreytingu og markvissari vinnu þegar
erlend börn eiga í hlut. Til þess að varpa ljósi á veruleikann er býr að baki þeirri heild-
armynd, sem hér hefur verið birt, verður fjallað um aðstæður nokkurra bama sem
birtast í rannsókninni og þær metnar í stuttri umræðu. Þessar frásagnir eru unnar úr
svörum þátttakenda í rannsókninni. Þess ber að geta að þær eru einhliða og mat leik-
skólastjóra, ekki frásagnir foreldra. Þó um einstök dæmi sé að ræða er líklegt af ýmsu
sem fram kom í niðurstöðum rannsóknarinnar, að margt starfsfólk leikskóla þekki
svipaðar aðstæður og hér er lýst.
Ólíkar aðstæður - ólíkur skilningur
Komið er með barn í leikskóla og það skilið þar eftir allan daginn frá fyrsta degi.
Barnið hefur aldrei áður komið í leikskólann, þekkir engan þar og skilur ekki málið.
Foreldrarnir fara beint í vinnu, því mikil vinna er í boði. Foreldrarnir koma frá sam-
félagi þar sem aðlögun barna að leikskóla tíðkast ekki og virðast ekki skilja tilgang
með henni. Þeir koma til íslands úr mikilli fátækt og þiggja alla þá vinnu sem býðst.
Foreldrarnir tala hvorki né skilja íslensku. Þeir þora ekki eða geta ekki beðið um frí
úr vinnu til að aðlaga barnið eins og leikskólinn fer fram á, af ótta við að missa starf-
ið.
Frásögn þessi kemur frá litlu sjávarþorpi á landsbyggðinni. Um er að ræða mat
leikskólastjóra á stöðu og aðstæðum foreldranna og tilraunir hennar til að skilja hvað
býr að baki ákvörðunum foreldra um að skilja barnið eftir frá fyrsta degi í leikskól-
anum. Leikskólastjórinn veit ekki í raun hvað ræður gerðum foreldranna, óttinn við
að missa starfið, afstaða þeirra til aðlögunar barnsins eða skortur á íslenskukunnáttu,
en getur sér til um það og reynir að setja sig í spor foreldranna.
Um barn flóttamanna
Barn kemur í leikskóla á íslandi úr flóttamannabúðum. Barnið er fætt í flóttamanna-
búðum og hefur búið þar allt sitt líf. Þar hefur það eignast þrjú systkini, en tvö voru
fædd áður. Fjölskyldan hefur vanist lífi í flóttamannabúðum og fjölskyldumeðlimir
hafa vanist því að vera þiggjendur. Foreldrarnir bera sig ekki eftir aðstoð, heldur bíða
eftir henni. Barnið og systkini þess eru öll vannærð og sum þeirra hafa skertan þroska
67