Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 71
HANNA RAGNARSDÓTTIR
sem þau hafa lært í von um að barnið læri hana fyrr með þeim hætti. Barnið fyllist
hins vegar óöryggi við þessar breytingar og á erfitt með að tjá sig. Eftir að foreldrum
hefur verið gert ljóst mikilvægi þess að þeir tali móðurmálið við barnið heima, fer að
ganga betur í leikskólanum.
' Með þessari frásögn var tilgangurinn að benda á mikilvægi þess að viðhalda móð-
urmálinu. Foreldrum er þetta ekki ljóst í öllum tilvikum og því nauðsynlegt að gera
þeim grein fyrir því að velgengni barnsins í námi byggist á móðurmálinu (Siraj-
Blatchford og Clarke, 2000).
Tungumálið eitt nægir ekki
Lítill strákur fæddur erlendis, báðir foreldrar íslenskir, flutti heim fjögurra ára og átti
að fara út í sunnan rok og rigningu (bara 8 vindstig!). Hann grét í marga daga og var
svo hræddur við leikskólann og allt sem honum fylgdi að það tók marga mánuði að
kenna honum að treysta starfsfólkinu aftur. Þessi drengur talar íslensku en kunni
ekki á siði leikskólans og samfélagsins, og starfsfólkið ekki á hans, svo talmálið er
ekki allt.
Tilgangur þessarar frásagnar er að benda á að börn sem eiga báða foreldra íslenska
og búið hafa erlendis geta líka þurft á aðlögun að íslenskum aðstæðum að halda.
Einnig bentu nokkrir þátttakendur á það að nokkuð væri um að íslenskir foreldrar,
sem búa erlendis, leituðu eftir aðstoð leikskólanna á sumrin við íslenskukennslu
barnanna og mikilvægt væri að hlúa að þessum hópi barna.
MAT Á NIÐURSTÖÐUM OG UMRÆÐA UM FRAMTÍÐ ERLENDRA
BARNA Á ÍSLANDI
Ljóst er af rannsókn þessari að aðstæður erlendra barna eru víða mjög erfiðar og má
þar kannski helst nefna erfiðleika vegna ólíkra tungumála og menningar. Þó liefur
víða gengið vel að aðlaga börnin. En til þess að erlend börn nái fótfestu í íslensku
samfélagi þarf að huga að fjölmörgum þáttum í upphafi dvalar þeirra í leikskólanum.
Þar er grunnurinn lagður sem framtíð þeirra byggist á. Hér á eftir verða raktir nokkr-
ir mikilvægir þættir sem nauðsynlegt er að huga að og skapa umræðu um í leikskóla-
starfi.
Menning, trúarbrögð og samskipti
Mikilvægt er að leikskólinn komi til móts við og virði menningu, trúarbrögð og upp-
runa barna og foreldra þeirra. Sjálfsmynd og sjálfsvirðing byggist m.a. á því að menn-
ing og uppruni, tungumál og trúarbrögð séu virt, eins og nefnt hefur verið hér á und-
an. Ekki er þó sjálfgefið að fólk vilji láta kenna sig við ákveðið þjóðerni eða trúar-
brögð, né vilji lialda í siði og venjur upprunalands þegar til íslands er komið. Dæmi
um þetta er fólk sem kemur frá stríðshrjáðum svæðum, þar sem fjölskyldum hefur
verið sundrað (t.d. í blönduðum lTjónaböndum Serba og Króata) á grundvelli þjóð-
ernis eða trúarbragða. Dæmi eru um að við slíkar aðstæður kjósi fólk að telja sig til
69