Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 73
HANNA RAGNARSDÓTTIR
skapa jákvætt viðhorf meðal starfsfólks og vinna markvisst gegn fordómum (Brown,
1998 og 2001; Derman-Sparks, 1989; Derman-Sparks og Phillips, 1997). f rannsókn-
inni sem þessi grein fjallar um kom m.a. fram að íslenskum trúarhefðum væri fylgt
hvað varðar hátíðir og ekki hefðu komið fram mótmæli foreldra nema hjá einum trú-
'arhópi sem hefði börn sín heima ef halda ætti trúarlegar hátíðir. í rannsókn Helgu J.
Hallgrímsdóttur og Ingibjargar Jónasdóttur (2002) komu m.a. fram þær skoðanir leik-
skólastjóra að trúarbrögð væru mjög persónulegur þáttur í lífi fólks og að það væri
ekki hlutverk starfsfólks leikskóla að standa að trúarbragðafræðslu. Það er vissulega
umdeilt að hve miklu leyti á að fjalla um trúarbrögð í leikskólum og með hvaða hætti.
Bilið milli fræðslu og trúboðs er lítið og stundum erfitt að greina hvar mörkin eru. Þó
er vafasamt að leikskólastarfið taki mið af einum trúarbrögðum en ekki öðrum. Með
því að sinna þannig eingöngu einum hópi barna, er hætta á því að einangrun hinna
aukist og bilið milli leikskóla og heimila aukist. Menning og trúarbrögð eru samofn-
ir þættir sem vafasamt er að aðgreina. Að fjalla um ólíka menningu í leikskólum hlýt-
ur að fela í sér að fjalla einnig um trúarbrögð.
Margar leiðir eru færar til að innleiða ólíka menningu í leikskólana. Hér á undan
var fjailað um hugmyndafræði sem leggur áherslu á að börnin njóti sín sem einstak-
lingar í skólum. Ymsar leiðir eru færar til að tvinna ólíka menningu inn í leikskóla-
starf, en hér er ekki rúm til að fjalla ítarlega um þær. Má þó t.d. nefna aðferðir svo
sem notkun persónubrúða til að fræða um ólíka menningarheima og um leið til að
minnka fordóma, bæta samskipti og auka lífsleikni barna (Brown, 2001), vinna með
grundvallarfrásagnir ólíkra trúarbragða (Breidlig og Nikolaisen, 2000), aðferðir fjöl-
menningarlegrar kennslu eða hnattrænnar menntunar sem byggist m.a. á sammann-
legum gildum og getið hefur verið.
Tungumál
Víða eru erfiðleikar í samskiptum foreldra og starfsfólks leikskóla vegna þess að mis-
skilnings gætir og skilaboð komast ekki til skila. Túlkaþjónusta er víða vannýtt. Leik-
skólastjórar eða foreldrar telja ekki þörf á túlki, kostnaður er henni samfara eða van-
traust ríkir milli aðila. Túlkaþjónusta er ekki alltaf til staðar og er þetta nokkuð al-
gengt vandamál á landsbyggðinni. Að fá samlanda til að túlka er ekki alltaf mögu-
legt, þar sem samlandar eru ekki endilega kunningjar og ekki sjálfgefið að milli þeirra
ríki traust þó að þeir tali sama tungumál. Varðandi móðurmál barnanna ber þess að
geta, að mikilvægt er að börnin fái markvissa kennslu í móðurmáli sínu. Nýlegar
rannsóknir sýna að góð og traust móðurmálskunnátta er lykillinn að frekara námi,
einnig námi í öðrum tungumálum (Tabors, 1997; Siraj-Blatchford, 2000; Rannveig
Þórisdóttir, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir og Jón Gunnar Bernburg, 1997). Þar er
ekki nægilegt að treysta á þátt foreldra, þar sem oft er um að ræða fólk sem vinnur
langan vinnudag og eru samskipti við börnin því lítil og vara í stuttan tíma. Erlent
barn sem eyðir meginhluta dagsins í íslensku málumhverfi er ekki líklegt til að ná
færni í móðurmáli sínu. í Aðalnámskrá grunnskóla 1999 er fjallað um rétt erlendra
barna til móðurmálskennslu. í Aðalnámskrá leikskóla 1999 er hins vegar ekkert fjall-
að um þennan rétt. Ljóst er að huga þarf í mun ríkara mæli en gerf hefur verið að
71