Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 74
MARKVISST LEIKSKOLASTARF I FJOLMENNINGARLEGU SAMFELAGI
stöðu erlendra barna málfarslega við komu þeirra til landsins og styðja við móður-
málsnám þeirra eins vel og kostur er í nánu samstarfi við heimilin. Þá er mikilvægt,
eins og áður er vikið að, að litið sé á tvítyngi og fjöltyngi sem kost í nútímasamfélagi
í stað þess að sjá það sem hindrun í samskiptum eða vandamál. 1 heimi hnattvæðing-
ar, þar sem samskipti eru mikil og hröð og þvert á landamæri er tungumálaþekking
mikilvæg og má því segja að auðlind sé fólgin í tvítyngdum eða fjöltyngdum einstak-
lingum.
Menning leikskóla og ríkjandi hugmyndafræði
Þegar erlend börn eiga í hlut eru menning og ríkjandi hugmyndafræði leikskóla
þeirra sérstaklega mikilvægir þættir. Með menningu leikskólans er hér átt við skil-
greiningu Schein, þ.e. að menning sé „ ... mynstur sameiginlegra grundvallarviðhorfa
sem hópur tileinkaði sér um leið og hann leysti vandamál tengd ytri aðiögun og innri
samhæfingu, sem hafa nýst vel, teljast því gjaldgeng og eru þar af leiðandi kennd nýj-
um meðlimum hópsins sem hin rétta leið til að skilja, hugsa og skynja, í tengslum við
þess háttar vandamál". Enn fremur kemur fram hjá Schein að á breytingatímum
verði stjórnandi að sjá til þess að starf innan stofnunar einkennist af sífelldri þekking-
arleit (Arna H. Jónsdóttir, 1999). Ljóst er af niðurstöðum rannsóknar sem fjallað hef-
ur verið um í grein þessari, að menning leikskólanna er ekki alls staðar jafn hliðholl
erlendum börnum. Til að skapa öllum börnum traustan grunn í leikskólunum, þurfa
grundvallarviðhorfin í menningu leikskólans að vera hliðholl fjölbreytileikanum og
virða jafnan rétt allra barna til að þroskast og dafna. Ljóst er að ef ríkjandi menning
leikskóla felur í sér þau viðhorf að þar sem leikskólinn sé á íslandi, skuli eingöngu
ríkja íslensk menningarhefð, íslenskt tungumál og hefðir þjóðkirkjunnar, verða mörg
börn utanveltu og sjálfsmynd þeirra getur beðið hnekki eins og hér á undan er rætt.
Eins og áður er getið er stefnumótun á ýmsum stigum samfélagsins í anda samþætt-
ingar og réttindi barna skýr samkvæmt Barnasáttmálanum. Enn fremur hefur stefnu-
mótun í nágrannaríkjunum undanfarin ár þróast í átt til samþættingar og umræða í
menntamálum bæði hjá stjórnvöldum og háskólum verið á sama veg, þar sem aðrar
leiðir hafa ekki gefist vel (Germundsson, 2000; Sand, 1997; Pihl, 2002).
Stefna leikskólans eða hugmyndafræði sem þar er ríkjandi þarf á sama hátt að taka
mið af fjölbreytileikanum í barnahópnum, hvort sem um ræðir erlend börn eða ís-
lensk. Dæmi um leiðir sem hægt er að fara hafa þegar verið nefnd. Ekki gefst hér rými
til að fjölyrða um þær, en mikilvæg grundvallarhugsun í leikskóla þar sem saman
koma börn af ólíku þjóðerni er að huga að þörfum hvers barns og skapa jákvætt við-
horf til ólíks uppruna, menningar, trúarbragða og eiginleika barnanna.
Staðarmenning og samskipti stofnana
Hver leikskóli á sér sögulegt og menningarlegt umhverfi. Starfið í leikskólanum mót-
ast að hluta af því umhverfi. Má þar nefna þætti svo sem atvinnulíf, ríkjandi atvinnu-
grein eða atvinnugreinar, sögu byggðarlags og menningu, tengsl þess við önnur
byggðarlög og samgöngur. Allir þessir þættir hafa áhrif á hvernig fjölmenningarlegt
starf mótast í leikskólanum, en það hafa einstaklingarnir á staðnum líka. í rannsókn
72