Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 87
SIF EINARSDÓTTIR OG JÓHANNA EINARSDÓTTIR
Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðhorfum kennara til þessara nemenda-
hópa benda til þess að kennarar séu yfirleitt jákvæðari gagnvart eldri og reyndari
nemendum. Melichar (1994) kannaði viðhorf 400 háskólakennara og fann að á flest-
um sviðum höfðu þeir jákvæðari afstöðu til fullorðinna nema. Þeir töldu m.a. að þeir
'ættu auðveldara með að einbeita sér, væru rökfastari, skipulegðu tíma sinn betur,
hlustuðu betur og tækju betur eftir í kennslustundum. Þá litu þeir svo á að eldri nem-
endur kæmu betur undirbúnir í tíma og skiluðu betri verkefnum, hefðu meiri náms-
áhuga, væru ábyrgari og hefðu skýrari markmið með náminu. Kennararnir nefndu
einungis fjögur atriði þar sem þeir töldu að yngri nemendur stæðu framar. Þeir töldu
að áhyggjur af fjárhag og einkalífi hefðu minni áhrif á yngri nemendur, heilsa þeirra
væri betri, þeim virtist líða betur í skólanum og þeir væru félagslyndari.
Þær rannsóknir sem hér hefur verið greint frá eru flestar bandarískar. Gera má ráð
fyrir að munur á fullorðnum háskólanemum og yngri nemum sé töluvert meiri þar í
landi en hér á íslandi. Fólk er yngra þegar það getur hafið háskólanám í Bandaríkj-
unum og er yfirleitt ekki eins veraldarvant og ungir íslenskir háskólanemar. Þrátt fyr-
ir það má draga lærdóm af þessum rannsóknarniðurstöðum. Það er nokkuð ljóst að
eldri háskólanemar koma í námið með aðra reynslu og væntingar en yngri nemar.
Styrkur þessara nemenda er á ólíkum sviðum og þeir takast á við námið á ólíkan hátt.
I ljósi þessa verður námsárangur eldri og yngri nema borinn saman til að kanna hvort
að eldri nemendur sýni jafn góðan eða betri árangur en yngri nemar.
Fyrri menntun nemenda og starfsreynsla
Rannsóknir á námsgengi og einkennum eldri og yngri nema hafa flestar farið fram í
Bandaríkjunum þar sem aldur og lífsreynsla nemenda eru ólík en formleg menntun
þeirra er svipuð. Þar geta einungis þeir sem lokið hafa skyldunámi (High-school) um
18 ára aldur sótt um inngöngu í háskólanám. Hérlendis er þessu ólíkt farið því litið
er á fjögurra ára framhaldsskólanám til stúdentsprófs sem nauðsynlegan undirbún-
ing fyrir háskólanám (Lög um framhaldsskóla nr. 80, 1996), en eins og fram hefur
komið er einnig ákvæði í lögunum sem kveður á um að veita megi nemendum inn-
göngu í háskóla þótt þeir hafi ekki lokið stúdentsprófi ef þeir búa yfir jafngildum
þroska og þekkingu að mati stjórnar viðkomandi lTáskóla (Lög um háskóla nr.
136/1997). íslenskir nemendur sem falla í flokk eldri nema eru margir hverjir ekki að-
eins ólíkir hinum yngri hvað lífsreynslu varðar heldur hafa þeir fæstir lokið stúdents-
prófi en komast inn á öðrum forsendum tengdum aldri og reynslu. Ef stúdentspróf-
ið þjónar þeim tilgangi sem til er ætlast og undirbýr nemendur fyrir háskólanám má
búast við að þeir nemendur sem því hafa lokið standi sig betur í leikskólakennara-
námi.
í þeim erlendu rannsóknum sem frá er greint hér að ofan var ekki fjallað sérstak-
lega um áhrif fyrri reynslu nemenda af störfum sem tengjast námi þeirra. Við höfum
ástæðu til að ætla að starfsreynsla í leikskóla auðveldi nemendum að skilja fræðilega
umfjöllun um börn og leikskólann og tengja þannig reynslu sína á merkingarbæran
hátt við námið (Martin og Johnson, 1999; Graham og Donaldson, 1996). Einnig má
ætla að þeir sem hafa reynslu af störfum í leikskólum séu í náminu með skýr mark-
85