Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 92
FÁTT E R REYNSLUNNI FRÓÐARA
Mynd 2
Einkunnir á fyrsta ári eftir aldri nemenda
□ Yngri en 25 ára
■ 25 ára og eldri
Vegin Þróunar- Vinnubrögö,
meðaleinkunn sálfræöi málnotkun,
1. árs
Námskeið
Þegar skráningarstaða var könnuð eftir aldri reyndist vera munur á brotthvarfi nem-
enda úr námi í hópunum tveimur því um þriðjungur eldri nema hverfur frá námi eft-
ir fyrsta árið en aðeins tæpur fimmtungur yngri nema í þessum þremur árgöngum.
(sjá mynd 4). Hér er þó ekki um tölfræðilegan marktækan mun að ræða (x2(l, N =
192) = 2,8, p = 0,09).
Starfsaldur
Árangur nemenda eftir starfsaldri var kannaður með því að skoða meðaleinkunnir
nemenda í þremur hópum (sjá mynd 3). Enginn munur kom fram í heildarmeðalein-
kunn þessara hópa. í þremur námskeiðum hafa þeir sem búa að allt að tveggja ára
starfsreynslu hæstu einkunn. í tveimur námskeiðum er um töluverðan mun á hóp-
unum að ræða, í Þróunarsálfræðinni eru þeir sem hafa allt að tveggja ára starfs-
reynslu 0,6 stigum hærri en þeir sem enga reynslu hafa og í námskeiðinu Leikskólan-
um og leikskólabarnið eru þeir með 0,8 hærri einkunn en þeir sem hafa meira en
tveggja ára reynslu. í námskeiðinu Vinnubrögð og málnotkun fer meðaleinkunnin
lækkandi eftir aukinni starfsreynslu, þar er munurinn á hópnum með enga reynslu
og með meira en tveggja ára reynslu töluverður eða 1,2. Ekki reyndist vera munur á
brotthvarfi nemenda eftir starfsreynslu þeirra, þar sem um fjórðungur nemenda í öll-
um þessum hópum hverfur frá námi (sjá mynd 4, x2(l, N = 193) = 0,20, p = 0,90).
90