Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 94
FATT E R REYNSLUNNI FROÐARA
Menntun, aldur og starfsaldur
Hér að ofan voru tengsl breytanna, aldurs, fyrri menntunar og starfsaldurs við náms-
árangur könnuð hver fyrir sig. Frumbreyturnar eru ekki óháðar hver annarri og því
er mikilvægt að skoða hvernig þær virka saman í áhrifum á námsárangur. I töflu 1
má einnig sjá heildarmeðaleinkunn og meðaleinkunnir í þeim sjö námskeiðum sem
athuguð voru fyrir alla undirhópa sem til verða þegar aldur, fyrri menntun og starfs-
aldur eru skoðuð saman. Ef heildarmeðaleinkunn fyrsta árs er könnuð kemur í ljós
að þeir nemendur sem standa sig best eru eldri nemendur með stódentspróf og meira
en tveggja ára starfsreynslu. Aftur á móti standa þeir nemendur sig verst sem ekki
hafa lokið stúdentsprófi og eru eldri. Starfsreynsla virðist nýtast yngri nemendum
með stúdentspróf síður en þeim eldri. Af þessu má sjá að stúdentsprófið, starfsreynsl-
an og aldur saman skila sér í besta heildarárangri nemenda. Ef skoðuð eru einstök
námskeið kemur svipað mynstur fram í Þróunarsálfræðinni. J námskeiðinu Vinnu-
brögð og málnotkun sýnir stúdensprófshópurinn betri árangur óháð aldri en eldri
nemarnir sem ekki eru með stúdentspróf sýna slakari árangur eftir því sem starfs-
reynslan verður meiri. Línurnar eru ekki eins skýrar í öðrum námskeiðum auk þess
sem meira er um tóm og fámenn hólf í þeim, sem gera túlkun niðurstaðna vandasam-
ari.
Forspárgildi menntunar, aldurs og starfsreynslu
Breyturnar sem við höfum áhuga á að skoða: Fyrri menntun (einingum lokið til stúd-
entsprófs), aldur og starfsreynsla voru allar mældar á samfelldum kvarða. í töflu 2 er
sýnd fylgni allra frumbreytanna þriggja við fylgibreytuna (heildarmeðaleinkunn) og
milli frumbreytanna innbyrðis. Beita má fjölbreytuaðhvarfsgreiningu (multiple
regression) til að meta hversu vel aldur, fyrri menntun og starfsreynsla í leikskóla
saman spá fyrir um og skýra námsgengi nemenda í leikskólakennaranámi.
Tafla 2
Fylgni á milli lokinna stúdentsprófseininga, aldurs, starfsaldurs og
heildarmeðaleinkunnar
Heildar meðaleinkunn Stúdentsprófs einingar Aldur
Heildar- meðaleinkunn
Stúdentsprófseiningar 0,21 * -
Aldur -0,05 -0,56 ** -
Starfsaldur 0,01 -0,62 ** 0,50 **
* p < 0,05 ** p < 0,01, N = 146
92