Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 96
FATT E R REYNSLUNNI FROÐARA
vanmeti tengsl aldurs, starfsaldurs og fyrri menntunar við námsárangur. Aðhvarfs-
greiningin sýnir að það er fyrri menntun sem hefur mest áhrif á námsárangur, en
hvorki aldurinn einn og sér né starfsreynsla ein og sér virðast segja til um árangur
nemenda.
UMRÆÐA
Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna námsgengi nemenda í leikskóla-
kennaranámi eftir aldri, fyrri menntun og starfsreynslu. Ekki kemur fram munur á
námsgengi eftir aldri nemenda í leikskólakennaranámi en brotthvarf eldri nema í
þessum þremur árgöngum sem kannaðir voru er meira en yngri nema. Aftur á móti
reyndist stúdentsprófið þjóna þeim tilgangi sem til er ætlast því að þeir nemendur
sem höfðu lokið því sýndu betri námsárangur þegar á heildina er litið. Einnig kom í
ljós að eldri nemendur sem hafa lokið stúdentsprófi og hafa reynslu af störfum í leik-
skólum standa sig best þegar á heildina er litið en yngri nemendur án stúdentsprófs
og reynslu standa sig síst í náminu. Niðurstöður athugunar á forspárgildi þeirra
þátta sem lagðir eru til grundvallar við inntöku nemenda sýna að fyrri menntun spá-
ir best fyrir um gengi nemenda í leikskólakennaranámi, en starfsaldur og aldur hafa
ekki sjálfstæð áhrif á forspána.
Aldur nemenda einn og sér virðist ekki hafa afgerandi áhrif á námsgengi þeirra
sem luku prófum á fyrsta ári. Þegar einstök námskeið eru skoðuð er tilhneiging í þá
átt að eldri nemendum gangi ekki síður í námskeiðunum Félagsfræði og Sögu upp-
eldis (nú Inngangi að uppeldisvísindum). Ef til vill skiptir þar máli að námsefni í
þessum áföngum er að mestu leyti á íslensku. Skýringanna má einnig leita í innihaldi
námskeiðanna en bent hefur verið á að námsgreinar höfði misjafnlega vel til eldra og
yngra fólks. Jarvis (1995) hefur bent á að reynsla sé mikilvægari eldri námsmönnum
en þeim sem yngri eru og námsgreinar sem byggja á reynslu, svo sem saga, höfði
frekar til eldri nemenda.
Þó svo að aldur nemenda einn og sér virðist ekki hafa mikil áhrif á námsgengi
nemenda sem luku prófum á fyrsta ári er athyglisvert að fráhvarf eldri nema er mun
meira en yngri nema. Hugsanlegar skýringar á því hvers vegna brottfall eldri nem-
enda í þessum þremur árgöngum er meira geta verið félagslegs eðlis. Eldri nemend-
ur hafa yfirleitt fleiri skuldbindingar í einkalífi, þurfa að hugsa um heimili og börn,
og getur það skapað álag og ákveðna togstreitu milli heimilis og náms eins og niður-
stöður bandarískra rannsókna hafa leitt í ljós (Martin og Johnson, 1999; Graham og
Donaldson, 1996). Einnig hefur sýnt sig að eldri nemar eru kvíðnari gagnvart nám-
inu (Martin og Johnson, 1999; Graham og Donaldson, 1996) og því kannski líklegri til
að gefast upp en þeir sem yngri eru. Einnig getur verið um fjárhagslegar skýringar
að ræða, en þessir nemendur eru margir fluttir að heiman og jafnvel með fjölskyldu
á framfæri og getur því reynst fjárhagslega erfitt að vera í námi.
Bandarískar rannsóknir sýna að eldri nemendum sækist námið jafn vel eða betur
en yngri nemendum og eru niðurstöður þessarar rannsóknar í meginatriðum í sam-
ræmi við það. Mikilvægt er þó að hafa í huga að sá hugmyndafræðilegi rammi sem
94