Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 103
KRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR
Samskipti, kennsluhættir og viðmót
kennara ífámennum skólum
1 þessari grein verður sagtfrá rannsókn sem byggist á þeirri tilgátu að aðstæður ífámenn-
um skólum'2 á íslandi geti auðveldað kennurum að taka tillit til þarfa nemenda, skapa góð
tengsl við þá, samkennara og foreldra, og beita kennsluháttum sem hæfa aðstæðum í aldurs-
blönduðum bekkjum. Enn fremur var gengið út frá þvf að samskipti kennara og nemenda
ásamt skilningi kennara á eigin viðmóti hafi áhrifá nám nemenda, sjálfsvitund þeirra og Itð-
an, ekki síst þeirra nemenda sem eiga íerfiðleikum með nám. Beitt var þremur aðferðum við
gagnasöfnun rannsóknarinnar: spurningalistakönnun, athugunum íbekk og viðtölum. Meg-
inniðurstöður snúa að hæfni kennara i starfi en svo virðist sem tengsl séu á milli persónu-
legra eiginleika kennara og starfsins íkennslustofunni. í Ijós kom að mikill munur var á milli
einstakra kennara hvað varðar viðmót þeirra gagnvart nemendum, agastjórnun, val á
kennsluaðferðum og hæfni til að mæta þörfum nemenda. Athyglisvert var að samskipti kenn-
ara, viðmót þeirra og kennsluhættir voru óháðir stærð bekkjar. Tilgátan um gæði fámennra
skóla með tilliti til þarfa nemenda, tengsla kennara við nemendur, foreldra og samstarfsfólk
og kennsluaðferða í aldursblönduðum bekkjum stóðst ekki.
Á síðustu tveimur áratugum hefur sú hugmyndafræði smám saman rutt sér til rúms
hér á landi að öil börn eigi rétt á að stunda nám í almennum grunnskóla, þeim skóla
sem næstur er heimili þeirra. Hugmyndafræði þessi hefur verið kölluð „heiltæk
skólastefna". Hugtakið vísar til skólastefnu sem byggist á ákveðnum viðhorfum,
vinnubrögðum og skipulagi. Saman fer traust þekking á uppeldis- og kennslufræði
og góð kennsla. I slíkum skóla hefur starfsfólk trú á og gerir ráð fyrir að allir nem-
endur geti lært og kennslan er miðuð við einstaklingsþarfir nemenda. Samstarf við
foreldra er afdráttarlaust og mikið er lagt upp úr að skapa góðan staðblæ og upp-
byggjandi samstarf meðal kennara skólans. Meira er lagt upp úr því að efla sjálfs-
traust nemenda en að gagnrýna þá. Reglulegt mat er lagt á árangur nemenda og
kennslan löguð að niðurstöðum matsins (Kristín Aðalsteinsdóttir, 1992; Dóra S.
Bjarnason, 1995).
Ábyrgð kennara á námi allra barna sem þeir kenna er staðfest í íslenskum lögum
um grunnskóla (1995), og alþjóðlegum samþykktum (sjá t.d. Menntamálastofnun
12 í rannsókn þeirri sem greint er frá var fámennur skóli skilgreindur sem skóli með 100 nemendur
eða færri.
101