Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 106
SAMSKIPTI, KENNSLUHÆTTIR OG VIÐMÓT
Almennt er talið að mannleg samskipti eigi sér fyrst og fremst stað með töluðu
máli (Hargreaves, 1975; Nias, 1989), en viðurkennt er að blæbrigði raddarinnar, svip-
brigði og hreyfingar hafa áhrif á samskipti fólks, auk þess sem samskipti geta átt sér
stað án þess að fólk taki eftir því (Gamble og Gamble, 1993). Samskipti einkennast því
af fleiru en augað sér og eyrað nemur. Hall og Hall (1988) halda því fram að áhrif lát-
bragðs sé ef til vill miklu meira en talaðs máls; þau óbeinu skilaboð eru gefin með
ólíkum táknum og liggja að baki töluðum orðum, og hæfileikinn til að skilja þessar
bendingar geta haft úrslitaáhrif í mannlegum samskiptum. Samt sem áður fullyrða
þessir sömu höfundar að skortur sé á rannsóknum á þessu sviði.
Hins vegar er um auðugan garð að gresja þegar kemur að rannsóknum um sam-
skipti kennara og nemenda í skólastofunni. f Bretlandi komust Cooper og Mclntyre
(1996) að því að kennurum finnst æskilegt að vera vakandi gagnvart tilfinningum
nemenda. Þessir höfundar hafa sýnt fram á að tillitssemi virkar hvetjandi á nám nem-
enda og samvinnu þeirra á milli. Þessar niðurstöður eru í samræmi við hugmyndir
Bruners (1987) um að nám sé tiltekið framtak. Ef samhugur er til staðar, virðast nem-
endur verða betur til þess búnir að takast á við námið fremur en vinni þeir einir út af
fyrir sig.
Aðrar rannsóknir á samskiptum kennara og nemenda í kennslustofunni hafa leitt
í ljós að samskipti þessi eru oft lítil. Viðamikil rannsókn Alexanders (1992) sýnir að
kennarar eru þess ekki alltaf áskynja hvaða áhrif samskipti kennarans við nemendur
geta haft á nám nemenda. Hann fann að kennarar vörðu miklum tíma í samskipti við
nemendur, en tveir/þriðju þess tíma fólst í vanabundnum verkum sem komu námi
nemenda ekki beinlínis við. Jafnframt leiddu rannsóknir hans í ljós að samskipti
kennara við hvern og einn nemanda í skólastofunni voru stutt, þeir sinntu þremur
nemendum á mínútu, og í flestum tilfellum voru samskiptin óregluleg. Niðurstöður
Alexanders eru í samræmi við niðurstöður Crolls og Moses (1985) sem varpa upp
mynd af önnum köfnum kennara sem hefur það efst í huga að sinna sem flestum
nemendum í hverri kennslustund, en aðeins einum nemenda hverju sinni.
Innsæi
Innsæi (empathetic behaviour) hefur verið skilgreint sem virkt ferli, vilji til að skilja
til fullnustu aðra manneskju, að vera vitandi vits um orð og gjörðir sjálfs sín og ann-
arra. Sálfræðingurinn Carl Rogers segir innsæi felast í því að skilja bæði það sem sagt
er og ósagt er látið, og geta látið þennan skilning í té á þeirri stundu sem um er að
ræða. Skilyrði þessa er hlustun og vitund um það sem sagt er (Rogers, 1980). Innsæi
byggist á sjálfsvitund; þeim mun betur sem við skiljum eigin tilfinningar, þeim mun
hæfari verðum við í að ráða í tilfinningar annarra (Goleman, 1996).
Thompson og Rudolph (1992) fullyrða að börn séu næmari en fullorðnir fyrir við-
horfum og tilfinningum annarra. Þau eigi auðvelt með að treysta öðrum og ræða við
þá sem sýna þeim skilning en átta sig fljótt ef þau eru afskipt eða ef ekki fylgir hug-
ur máli. Margar rannsóknir sýna fram á tengsl náms og innsæis kennara (Robinson
og Hyman, 1984; Thompson og Rudolph, 1992). Rogers og Freiberg (1994) halda því
fram að kennarar, sem skilja viðbrögð nemenda, séu næmir fyrir þörfum þeirra og
104