Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Qupperneq 108
SAMSKIPTI, KENNSLUHÆTTIR OG VIÐMÓT
observation) og hins vegar skráning vettvangsnóta (field notes). Þá voru tekin hálf-
stöðluð viðtöl (semi-structured interviews) við kennarana 20 sem kenndu í bekkjun-
um þar sem athuganirnar höfðu farið fram.
Mælitæki
Spurningalistinn var ætlaður til að mæla skoðanir kennara á kennslu- og uppeldis-
fræðilegum eiginleikum fámennra skóla í samræmi við markmið rannsóknarinnar.
Spurningarnar byggðust flestar á Likertkvarða en einnig var spurt nokkurra opinna
spurninga til að fá fram skýringar á viðbrögðum.
Vegna beinu athugananna (structured observations) í bekk, hannaði rannsakandi
sérstakan kvarða til að meta beitingu raddar og viðmót kennara. Kvarðinn var
byggður á kenningum Nelsons-Jones (1993), Egan (1985) og Rogers (1980) um innsæi
(empathetic behaviour). Viðmót var metið með athugun á nálægð, stöðu í rými,
augnsambandi, svipbrigðum og snertingu. Við mat á beitingu raddarinnar var hlust-
að eftir raddblæ, raddstyrk, raddbeitingu og raddtjáningu.
Almennu viðmóti kennara var lýst með vettvangsnótum (field notes) um sam-
skipti kennara og nemenda, agastjórnun, kennsluaðferðir og úrræði fyrir börn með
sérþarfir. Auk þess lýsti rannsakandi atburðum eins og þeir komu honum fyrir sjón-
ir.
Að loknum athugunum voru viðtöl tekin við kennarana sem kenndu bekkjunum
þar sem athuganirnar voru gerðar. Stuðst var við spurningalista til að leiða í Ijós við-
horf og skilning kennara og upplýsingar um störf þeirra. Rannsakandi beitti viðtals-
tækni kenndri við Carl Rogers (1980) þar sem notað var innsæi til að sýna viðmæl-
endum áhuga og viðurkenningu og til að skapa þægilegan staðblæ.
Úrvinnsla gagna
Við úrvinnslu á svörum við spurningalista voru óháðar breytur: staða, kyn, kennslu-
reynsla og stærð skóla. Fylgibreyturnar voru: einkenni fámennra skóla, samskipti
kennara og nemenda, tengsl við foreldra, tengsl við samstarfsmenn, einstaklingsþarf-
ir, námskrá, kennsluaðferðir, undirbúningur kennslu og aðstæður í skólastofunni.
Tengsl á milli þessara breyta og þátta sem kannaðir voru miðuðu að því að fá fram
upplýsingar um sérstöðu fámennra skóla. Fylgnistuðullinn Gamma var notaður til að
mæla fylgni svara kennara, innbyrðis og við ýmsar fylgibreytur. Þannig var hægt að
greina t.d. hvort leiðbeinendur mynduðu öðruvísi tengsl við foreldra en bekkjar-
kennarar. Hafa þarf í huga að úrtakið í spurningalistakönnuninni var lítið sem tak-
markar alhæfingarmöguleika rannsóknarinnar.
Niðurstöður úr beinu athuguninni á viðmóti kennara voru greindar með tilliti til
stærðar bekkjar og hvort þeir voru aldursblandaðir eða ekki. Gögnin voru einnig
greind eftir kyni, kennslureynslu kennara og viðmót einstakra kennara var skoðað.
Almennt viðmót kennara sem skráð hafði verið, var skoðað bæði lýsandi (descripti-
vely) og greinandi (reflectively). Til þess að lýsa og skýra viðmót og störf kennara var
túlkunargreiningu (interpretational analysis) beitt. Þetta felur í sér að átta sig á sam-
setningu og eðli hegðunar (Gall, Borg og Gall, 1996) og getur aukið gildi greiningar
106