Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Qupperneq 109
KRISTIN AÐALSTEINSDOTTIR
gagna (Kvale, 1996). Hegðunin var flokkuð og þróuð í samræmi við gögnin. Sem
dæmi um þetta voru skoðaðar fjórar hliðar agastjórnunar: a) jafnvægi í bekk, b) góð
regla í bekk, c) stíft skipulag, d) ónógur agi.
Vera má að beina athugunin hafi ekki verið nægilega nákvæm, sem rekja má til
þess að skráningin í þessum þætti hafi ekki verið nægilega tíð, en hún var gerð á
fimm mínútna fresti. Hugsanlega liefði tíðari skráning dregið fram nákvæmari nið-
urstöður. Hins vegar drógu niðurstöður vettvangsnótanna (field notes) verulega úr
þessum vanda. Rannsakandi hafði tök á að beina athyglinni að og skrá jafnóðum það
sem fyrir bar og aðstæður hverju sinni. Með því móti veittist tækifæri til að skrá
mikilvæg atriði og hegðun (Burgess, 1984).
Unnið var úr viðtölunum í tölvuforritinu Ethnograph (The Ethnograph, 1985) sem
auðveldaði flokkun þátta og skipun í undirflokka. Hver undirflokkur leiddi í ljós
bæði jákvæðar og neikvæðar upplýsingar og ákveðin liugtök litu dagsins ljós sem
auðvelduðu samanburð milli einstakra þátta. Hugtökin sem greiningin var unnin út
frá voru: sérþarfir nemenda, innsæi kennara, samskipti, agi, tengsl við foreldra,
tengsl við aðra kennara og foreldra og kennsluaðferðir. Samanburður var gerður á
kennslu í fámennum og stórum skólum, á tíðni svara í slíkum skólum, á milli kynja
og skilningi kennara á eigin viðmóti.
NIÐURSTÖÐUR
Svör við spurningalistakönnuninni bárust frá 55 kennurum (60%). Svör dreifðust
þannig: 13 (24%) frá skólastjórum, 18 (33%) frá bekkjarkennurum, 12 (22%) frá leið-
beinendum, átta (15%) frá fagkennurum og fjögur (7%) frá sérkennurum. Tíu þátttak-
endur höfðu kennt skemur en fimm ár, af þeim voru sjö leiðbeinendur. Tveir leiðbein-
endanna í úrtakinu höfðu kennt í sextán ár eða lengur. Mikil hreyfing virðist vera á
kennurum í fámennum skólum, því alls höfðu 49% þeirra kennt í viðkomandi skóla
skemur en í fimm ár. Flestir þátttakenda (73%) kenndu fulla kennslu, 16% héldu
50-80% stöðu og 11% kenndu meira en fulla kennslu.
Allir þátttakendur í athugunum í bekk og viðtölunum höfðu kennaráréttindi, alls
10 kennarar í fámennum skólum og 10 kennarar í stórum skólum. Af þeim voru 14
konur (70%) og sex karlar (30%), en það hlutfall var í samræmi við hlutfall karla og
kvenna í grunnskólum landsins um þær mundir er rannsóknin var gerð. Arið 1997
var fjöldi kvenna í grunnskólum landsins 73% á móti 27% karla (Landshagir, III,
1998). Meðalfjöldi nemenda í bekk í stóru skólunum var 17,8 nemendur en í fámennu
skólunum var meðalfjöldinn í bekk 9,6 nemendur. I sjö bekkjum í fámennu skólun-
um og í einum stóru skólanna voru bekkir aldursblandaðir.
Spurningalisti
Þátttakendur í fámennum skólum eru sammála um að helstu einkenni slíkra skóla
felist í nánum tengslum á milli kennara og nemenda (79%) og kennsla fer fram í
aldursblönduðum bekkjum (74%). Enn fremur telja 43% þeirra að einkenni fámennra
skóla felist í því að athyglinni sé beint að einstökum nemendum. Þessi sýn þátttak-
107