Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 113
KRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR
var með orðum og án orða. Viðmót þessara kennara sýndi innsæi þeirra (empathetic
behaviour) og skilning á þarfir nemenda. Aðrir kennarar voru fjarlægir, annars hug-
ar, öryggislausir eða spenntir.
I yfir helmingi bekkjanna í báðum skólagerðum reyndist aginn í skólastofunni í
góðu jafnvægi og nemendur einbeittu sér að verkefnum sínum. Svo virtist sem nem-
endum í þessum bekkjum væri tamt að hegða sér vel og kennararnir virtust skiln-
ingsríkir og hvetjandi. í bekkjum þessara kennara virtist aginn búa innra með nem-
endum. í öðrum bekkjum reyndist aginn vera með tvennu móti; ýmist afar stífur eða
enginn.
Það var athyglisvert hve kennarar töldu mikinn fjölda nemenda í bekkjum sínum
hafa sérþarfir, eða 25% nemenda í fámennu skólunum á móti 15% í stóru skólunum.
Urræði fyrir nemendur með sérþarfir voru breytileg en í átta bekkjum í fámennu
skólunum og sjö bekkjum í stóru skólunum virtist sem nemendum með sérþarfir
væri kennt samkvæmt einstaklingsnámskrá. Hins vegar var ekki að sjá að nokkrar
ráðstafanir væru gerðar vegna barna með sérþarfir í fjórum skólum, tveimur af
hvorri gerð. í einum bekk þar sem nemendur voru sjö, sagði kennarinn þrjá þeirra
hafa sérþarfir en engin sérúrræði var að sjá fyrir þau.
Algengasta kennsluaðferðin í fámennu skólunum var einstaklingskennsla þar sem
allir nemendur unnu að sama verkefni á sama tíma, eða í 70% tilfella á móti 40% til-
fella í stóru skólunum. Námsaðlögun, þar sem nemendur vinna að verkefnum í sam-
ræmi við eigin þarfir og getu, var óalgeng í öllum skólunum. Slíkt fyrirkomulag var
aðeins skráð í þremur bekkjum í stóru skólunum og tveimur í fámennu skólunum.
Viðtöl
Viðtöl voru tekin við kennarana sem höfðu leyft athuganir í bekkjum sínum og fóru
þau fram að athugunum loknum.13
Kennarar í báðum skólagerðum sýndu skilning úrræðum fyrir börn með sérþarfir
og töldu nánast allir að þau ættu að ganga í almenna grunnskóla. Hins vegar kom
fram óöryggi viðvíkjandi kennslu þessara nemenda. Viðmælendur héldu því fram að
almennt byggist kennsla þeirra á víðtækri og sveigjanlegri námskrá en þegar þeir
voru spurðir nánar í hverju slík kennsla fælist varð minna um svör. í fyrsta lagi kom
í ljós að kennarar áttu erfitt með að gera grein fyrir skilningi sínum á hugtakinu sér-
þarfir. Þeir sögðust hafa kviðið því að bera ábyrgð á kennslu barna með sérþarfir en
höfðu samt sem áður gengist undir þessa skyldu. Slíkar áhyggjur komu ekki síður
fram hjá kennurum með langa kennslureynslu. Það er athyglisvert að þrátt fyrir fáa
nemendur í bekk í fámennu skólunum voru viðmælendur sammála um að þeir ættu
erfitt með að veita nemendum með sérþarfir þá athygli sem þeir þyrftu á að halda.
13 Finna má nákvæmar tölulegar upplýsingar að baki svörum viðmælenda úr viðtölunum í: Kristín
Aðalsteinsdóttir. (2000). Snmll Scliools, Interaction and Empathy: A Study ofTcachcrs' Bchaviour and
Practiccs, with Emphasis on Effects oit Pupils with Spccial Nccds. Bristol: University of Bristol, Faculty
of Social Sciences.
111