Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 114
SAMSKIPTI, KENNSLUHÆTTIR OG VIÐMÓT
Samt sem áður kom fram í öðrum svörum viðmælenda að yfirleitt ynnu nemendur
að verkefnum er hæfa þroska þeirra og getu hverju sinni. Helmingur viðmælenda í
hvorri skólagerð sagðist meta einstaklingsþarfir nemenda með formlegum hætti, en
aðrir sögðu að mat á árangri kennslunnar færi eftir tilfinningu þeirra hverju sinni.
Aðeins einn kennari sagði að auk formlegs mats, notaði hann beinar athuganir á fé-
lagslegri hæfni nemenda og líðan.
Rétt um helmingur þátttakenda átti auðvelt með að skýra hvað liggur að baki því
að sýna nemendum skilning og beita eigin innsæi. Þessir kennarar héldu því fram að
slík hegðun byggist bæði á töluðu máli og látbragði; að hlustun og raddbeiting skipti
miklu máli við kennslu og líðan nemenda sé undirstaða náms.
Fyrst ogfremst langar mig að segja að framkoma mín sýnir greinilega hvern-
ig e'g hlusta og skil; e'g horfi á nemendnr þegar e'g tala við þá, e'g svara og kinka
kolli og endurtek. Ég get líka endurorðað það sem sagt er. Með þessu móti
beiti e'g virkri hlustun.
Þessi sami kennari virtist efla samskipti sín við nemendur af öryggi:
Þegar ég fæ nýjan nemendahóp reyni ég markvisst að átta mig á félagslegri
stöðu þeirra og líðan. Égfylgist líka nákvæmlega með námsþörfum þeirra. Ég
álít að ég hugsi vel um nemendur, bæði tilfinningalega líðan þeirra og félags-
lega stöðu. Þetta er undirstaða námsins.
Kennarinn virtist gera sér grein fyrir ólíkum þörfum nemenda. En meðal viðmæl-
enda voru einstaklingar sem sögðust ekki gera sér grein fyrir þörfum nemenda. Þetta
kom skýrar fram hjá körlum en konum. Ungur kennari í stórum skóla, sem hafði
kennt í tæplega tíu ár sagði:
Ég er ekki næmur fyrir félagslegum þörfum nemenda eða því sem gerist utan
kennslustofunnar, t.d. efnemendum líður ekki vel eða eru lagðir í einelti. Við
[kennarahópurinn] ræðum svona mál. En það hefur oft gerst að einhver hefur
verið lagður í einelti og e'g hefekki hugmynd um það sem er að gerast.
Kennarar í báðum skólagerðum voru sammála um að samskipti kennara og nemenda
séu háð hæfni kennarans í mannlegum samskipum, viðhorfum hans og viðleitni. I
því sambandi nefndu þeir mikilvæga eiginleika í fari kennarans, s.s. einlægni, rétt-
sýni og traust, en ræddu jafnframt nauðsyn þess að gera kröfur til nemenda og hrósa
þeim fyrir það sem vel er gert. Þeir töluðu um nauðsyn þess að samskipti væru rædd
í bekknum í heild og við einstaka nemendur. í báðum skólagerðum voru kennarar
sem gátu ekki skýrt hvað er mikilvægt í samskiptum við nemendur. Kari og kona
sem áttu það sameiginlegt að hafa átt við agavandamál að stríða í bekkjum sínum,
litu vandann ólíkum augum. Konan tjáði óöryggi sitt en karlinn sýndi ákveðni og fyr-
ir honum virtist máiið einfalt:
»
112