Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 115
KRISTIN AÐALSTEINSDOTTIR
Það er aðeins tvennt sem skiptir máli [í samskiptum okkar], nemendur verða
að virða kennarann og kennarinn þarfað virða nemendur. Þetta kemur í veg
fyrir hræðslu nemenda og auðveldar þeim að tengjast kennaranum.
Hann bætti við: „ Nemendur þurfa að vita hver er leiðtoginn ... kennarinn þarfað viðhalda
virðingu sinni... stundum er nóg að sýna þeim gula spjaldið." Þótt verulegir erfiðleikar
væru í bekk þessa kennara virtist sem lausnin á samskiptum innan bekkjarins væri
einföld í augum hans.
Um helmingur viðmælenda átti auðvelt með að gera grein fyrir skilningi sínum á
eigin viðmóti. Þessir kennarar töluðu um mikilvægi þess að virða sjónarmið nem-
enda og forðast hleypidóma. Þeir töluðu einnig um að með því að vera skipulagðir,
tala gott mál og sýna framkomu við hæfi væru þeir nemendum góð fyrirmynd:
Vísvitandi reyni e'g að sýna gott fordæmi. Ég er bjartsýn manneskja og e'g legg
migfram um að vera jákvæð. Ég heftrú á þvíað þetta komi fram íkennslunni
og í samskiptum mt'num við nemendur.
Á hinn bóginn greip um sig öryggisleysi hjá um þriðjungi viðmælenda þegar þeir
voru beðnir um að lýsa skilningi sínum á eigin viðmóti. Þetta á sérstaklega við um á
hvern hátt þeir eru nemendum fyrirmynd og hvernig þeir byggja upp traust á milli
sín og nemenda. Kennari með yfir tuttugu ára kennslureynslu var afar hikandi þeg-
ar hann var spurður hvernig hann sýndi nemendum skilning, en sagði: „Ég er ekki
viss, kannski með því að klappa þeim á öxlina, brosa og vera jákvæð."
Nánast allir kennararnir í báðum skólagerðum lögðu áherslu á að ákveðnar regl-
ur þyrftu að gilda um aga í bekk. Nokkrir kennarar sögðust koma á umræðum með-
al nemenda um agann í bekknum og samkomulag fengist um reglur sem fara skyldi
eftir. Á þennan hátt virtust kennarar höfða til ábyrgðar nemenda og virðingar fyrir
öðrum. Kennararnir töldu að í slíku umhverfi virtist sem nemendur gerðu sér grein
fyrir eðli samskipta. Á hinn bóginn kom einnig fram að stífni og stífar reglur, settar
af kennara geti orsakað spennu í bekk, sem leiðir til skorts á einbeitingu eða aðgerð-
arleysis nemenda.
Skipulagt samstarf á milli kennara og foreldra var nánast einungis í stóru skólun-
um, en þar var það víðast hvar fyrir hendi. Nálægðin í samfélagi fámennu skólanna
virtist hafa afgerandi áhrif á samskipti kennara og foreldra og geta komið í veg fyrir
formleg samskipti. Svo virtist sem kennarar fámennu skólanna sæju ekki ástæðu til
breytinga. Hér kemur fram svipuð sýn og fram kom í spurningalistakönnuninni. Ná-
lægðin virtist þó ekki eina ástæðan fyrir skorti á formlegum samskiptum. Kennarar
fámennu skólanna sögðust fyrst og fremst hafa samband við foreldra þegar vanda
bæri að garði, og tveir kennarar sögðust beinlínis forðast foreldra, það væri tilgangs-
laust að tala við þá. Augljóst er að slík viðhorf koma í veg fyrir að traust samband
skapist á milli kennara og foreldra.
Fram kom í viðtölunum að skipulagðir samstarfsfundir eru haldnir í flestum stóru
skólanna en svo var ekki í fámennu skólunum. Eins og fram kom í spurningalista-
könnuninni, staðfestu viðmælendur í fámennu skólunum í viðtölunum að þeir halda
113