Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 117
KRISTIN AÐALSTEINSDOTTIR
Mynd 3
Hæfni kennara í starfi
10 35
0% 20%
□ Afburða hæfni
40% 60%
Kj Miðlungshæfni
80% 100%
■ Ónóg hæfni
Eins og sjá má af Mynd 3 var kennurum skipað í flokka eftir hæfni: afburða hæfni
(55%), meðal hæfni (10%) og ónóga hæfni (35%). Athyglisvert var að tengsl voru á milli
innsæis kennara, agastjórnunar, kennsluhátta og úrræða fyrir nemendur með sér-
þarfir.
Kennararnir sem sýndu afburða hæfni voru rólegir, eftirtektarsamir, töluðu lágt,
sýndu hlýtt viðmót, voru óragir við að sýna tilfinningar og virtust taka tillit til náms-
þarfa hvers nemanda. Þeir hlustuðu á nemendur af fullri athygli, bæði á það sem sagt
var með orðum og án orða, þ.e.a.s. þeir sýndu innsæi (empathetic behaviour). í við-
tölunum kom fram að þessir sömu kennarar höfðu góðan skilning á eigin hegðun og
hæfni; þeir gerðu sér grein fyrir því á hvern hátt þeir eru nemendum fyrirmynd, þeir
sýndu þekkingu á sérþörfum nemenda og sögðust ganga úr skugga um að þeir yrðu
við námsþörfum nemenda. í bekkjum þessara kennara var góður agi; aginn virtist
búa innra með nemendum en í mörgum viðtölum við þessa kennara kom fram að
agastjórnunin fór fram með umræðum við nemendur.
Á hinn bóginn sýndi einn þriðji hluti kennaranna sem þátt tók í þessum hluta
rannsóknarinnar ónóga hæfni, þeir sýndu ekki innsæi í samskiptum sínum við nem-
endur og í viðtölunum kom fram að þeir áttu erfitt með að skýra á hvern hátt þeir
sýna nemendum skilning. Agastjórnun þeirra og samskipti við nemendur voru trufl-
andi, því þessir kennarar voru ýmist fjarlægir eða annars hugar. Aginn í bekkjunum
reyndist ýmist of harður, lítill eða enginn. Þetta leiddi til spennu og óöryggis nem-
enda. Það vakti sérstaka athygli að í viðtölunum kom fram að hugmyndir þessara
kennara um eigið viðmót voru óljósar og þeir áttu bágt með að skýra á hvern hátt þeir
eru nemendum fyrirmynd. Þótt nærri þrír fjórðu þessara kennara ættu yfir tuttugu
ára starfsreynslu að baki, virtist þá skorta skilning á sjálfum sér og samskiptahæfni
þeirra var ónóg.
115