Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 118
SAMSKIPTI, KENNSLUHÆTTIR OG VIÐMÓT
UMRÆÐA
Tilgátan um gæði fámennra skóla með tilliti til þarfa nemenda, tengsla kennara við
nemendur, foreldra og samstarfsfólk og kennsluhátta í aldursblönduðum bekkjum
stóðst ekki. I Ijós kom að mikill munur var á milli kennaranna hvað varðar viðmót
þeirra, agastjórnun, val á kennsluaðferðum og hæfni til að mæta sérþörfum nem-
enda. Athyglisvert var að samskipti kennara, viðmót þeirra og kennsluhættir voru ó-
háðir stærð skóla eða bekkjar.
Meginniðurstöður rannsóknarinnar varðandi kennara í fámennum skólum eru
þessar:
• Helmingur kennara í fámennum skólum hefur næga hæfni til að sinna nem-
endum með sérþarfir, en hinn helmingurinn sýnir ónóga hæfni hvað þetta
varðar.
• Helmingur kennara í fámennum skólum sýnir innsæi í samskiptum sínum við
nemendur.
• Fáir kennarar í fámennum skólum beita fjölbreytni í kennsluháttum.
• Fáir kennarar í fámennum skólum hafa nóg samskipti við foreldra og sam-
kennara.
• Ákveðnir eiginleikar í fari kennara virðast gefa vísbendingar um hæfni þeirra
í starfi.
I ljósi niðurstaðna úr athugunum og viðtölum var kennurum skipað í flokka eftir
hæfni: afburða hæfni (55%), meðal hæfni (10%) og ónóga hæfni (35%) en tengsl voru
á milli innsæis kennara, agastjórnunar, kennsluaðferða og úrræða fyrir nemendur
með sérþarfir.
Skólastarf ræðst af því að til starfa fáist hæfir kennarar með góða fagþekkingu en
ekki síður góðan skilning á sjálfum sér og samskiptum við aðra. Með kenningar
Mead (1934) um táknræn samskipti í huga má álykta að kennararnir sem sýndu af-
burða hæfni hafi skýra sjálfsvitund, sjálfsstjórn og geri sér glögga grein fyrir því á
hvern hátt þeir eru fyrirmynd nemenda sinna. Ymsir fræðimenn (sjá t.d. Burns, 1982;
Hirst og Peters, 1991) telja að slíkt viðmót geti haft mikil áhrif á árangur nemenda í
námi. Hins vegar sýnir þessi rannsókn að of margir kennarar (35%) hafa ónóga hæfni
að þessu leyti til að sinna starfi sínu vel. Þá virðist skorta skilning á eigin viðmóti og
sjálfsvitund þeirra er óskýr. Burns (1982) fann að slök sjálfsvitund kennara getur
dregið úr möguleikum nemenda til náms. Hirst og Peters (1991) taka í sama streng
og segja að ef kennari hvorki gefur né þiggur, takmarkist möguleikar nemenda til
náms og félagslegs þroska. Schön (1987) bendir á að kennarar þurfi að sýna innsæi,
sjá og heyra og skilja tilfinningar nemenda en slíkt viðmót krefjist bæði siðferðilegr-
ar og félagslegrar ábyrgðar.
Þessi rannsókn gefur ótvíræðar vísbendingar um að viðmót kennara, skilningur
þeirra og dagleg framkvæmd geti haft áhrif á samskiptin í skólastofunni og þar með
á nám nemenda. Ætla má að margir kennarar íhugi ekki eigið viðmót, samskipti sín
við nemendur og mikilvægi samskipta. Víða má leita skýringa á takmörkuðum skiln-
ingi kennara á eigin viðmóti og samskiptum. Athyglisvert er að kennaramenntun á
116