Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Qupperneq 119
KRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR
íslandi býður kennaranemum ekki markvissa þjálfun í mannlegum samskiptum.
Spyrja má hvort kennarar sækist í nógu ríkum mæli eftir þjálfun í mannlegum sam-
skiptum eða hvort endurmenntun á þessu sviði standi þeim yfirleitt til boða. Fræði-
menn (Burns, 1982; Hart, 1996, 2000; Nias, 1989) leggja áherslu á mikilvægi þess að
kennarar ígrundi eigin hugsun og tilfinningar, ekki síður en skipulag kennslunnar.
Thompson og Rudolph (1992) segja að þjálfun í mannlegum samskiptum hafi afdrátt-
arlaus áhrif á viðhorf kennara og hæfni þeirra til að bæta staðblæinn í kennslustof-
unni. Hart (1996, 2000) hefur sýnt fram á að stigbundið ferli vísvitandi íliugunar auð-
veldi kennurum að átta sig á eigin hegðun. Með því að leggja sig fram um að ígrunda
og skilja eigin hugsun, segir Hart að kennarar geti eflt innsæi sitt og faglega dóm-
greind. Hún bendir á leiðir til þess.
Þótt þessi rannsókn veiti aðeins takmarkaða sýn á hvernig úrræðum vegna barna
með sérþarfir er háttað í skólunum sem hún náði til, gefur hún vísbendingar um að
kennararnir sem sýndu afburða hæfni geri sér grein fyrir þörfum nemenda og verða
við þeim. Hins vegar kom fram að of margir kennarar gera sér ekki glögga grein fyr-
ir þörfum nemenda. Þetta kemur fram í skorti þeirra á innsæi, í vali kennsluaðferða,
skorti á samstarfi við foreldra og skorti á formlegu samstarfi við samkennara. Eins
vantar mikið upp á að í skólanámskrá sé tekið tillit til barna sem eiga í erfiðleikum.
Marga kennara virðist skorta sjálfstraust, skilning og hæfni til að takast á við skyld-
ur sínar.
Enda þótt alþjóðlegar samþykktir (Menntamálastofnun Sameinuðu þjóðanna,
1994) og ákvarðanir yfirvalda séu á einn veg um rétt allra barna til að njóta mennt-
unar við hæfi, er ekki þar með sagt að kennarar séu færir um að sinna hlutverki sínu.
Jafnvel þótt þeir séu allir af vilja gerðir, finnist að öll börn eigi rétt á skólavist og að
þeir taki á móti þeim geta þeir fundið til vanmáttar eins og skýrt kom fram í þessari
rannsókn. Rannsóknir (Booth, Swann, Masterhorn og Potts, 1995; Clark, Dyson,
Millwaard og Skidmore, 1997) sýna að heiltækt skólastarf (inclusion) er flókið ferli.
Sömu höfundar segja að heiltækt skólastarf sé undir viðhorfum og gildismati kenn-
ara komið en þeir streitist gjarnan á móti breytingum. Aðrar rannsóknir (Avramidis,
Bayliss og Burden, 2000) hafa leitt í ljós að öruggasta leiðin til að efla kennara eigi sér
stað með formlegu námi. Án markvissrar menntunar og þjálfunar sem slíkt nám veit-
ir verður erfitt fyrir þá að verða við þörfum allra barna.
Rannsóknin sem hér hefur verið kynnt undirstrikar nauðsyn þess að kennaranem-
ar og kennarar eigi kost á góðri menntun um mikilvægi samskipta, á hvern hátt koma
megi til móts við ólíkar þarfir nemenda og mikilvægi samstarfs og góðra samskipta
við foreldra og aðra kennara.
Heimildir
Alexander, R. (1992). Policy and practice in primary education. London: Routledge.
Avramidis, E., Bayliss, P. D. og Burden, R. (2000). Student teachers' attitudes towards
the inclusion of children with special educational needs in the ordinary school.
Teaching and Teacher Education 16 (1), 277-93.
Bell, A. og Sigsworth, A. (1987). The small rural primary school - A matter of cpiality.
London: The Falmer Press.
117