Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 123
KATRÍN FRIÐRIKSDÓTTIR OG
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR
„ Eg var sjö ára þegar ég
ákvaö að verða kennari"
LÍFSSAGA KENNARA OG UPPELDISSÝN14
Tilgangur þessarar greinar er að öðlast skilning á tengslum lífssögu kennara og uppeldissýn-
ar íþeiw tilgangi að styðja við bakið á kennurum. Einn liður íþví efni er að títfæra og þróa
líkan um uppeldissýn kennara (Sigrtín Aðalbjarnardóttir 1992a, 1999; Sigrtín Aðalbjarnar-
dóttir og Selman, 1997). Ltkanið miðar að því að greina hver uppeldissýn kennara er (mark-
mið og kennsluhættir) og hvernig htín þróast ístarfi. Jafnframt gefur líkanið kost á að athuga
mismunandi uppeldissýn kennara. Við títfærslu líkansins er he'r lögð áltersla á að skoða lífs-
sögu kennara i tengslum við uppeldissýn hans og starfmeð nemendum og er þeim þætti bætt
við líkanið.
Til að öðlast skilning á og skoða dæmi um Iwernig kennari tengir lífssögu sína við þá upp-
eldissýn sem hann hefur, fylgjum við eftir kennaranum Önnu Arnardóttur. Eigindleg að-
ferðafræði var notuð við að safna gögnum (viðtöl voru tekin og vettvangsathuganir gerðar)
og greina þau. Anna reynist dæmi um kennara sem tengir einstaka þætti lífssögu sinnar með
mjög skýrum hætti við uppeldissýn sína og starf með nemendum. Htín hefur jafnframt víða
og djtípa sýn á starfsitt sem birtist í markmiðum hennar í skólastarfi. Þá er gott samræmi á
milli markmiða hennar, hugmynda hennar um leiðir að þeim markmiðum og daglegs starfs
með nemendum. Með því að leggja áherslu á lífssögu í tengslum við markmið og kennslu-
hætti kennara fæst dýpri skilningur á uppeldissýn kennara, sem vonir eru bundnar við að
byggja megi á við skólaþróun.
Á síðastliðnum áratugum hafa rannsóknir á fagmennsku kennara færst í vöxt bæði
erlendis (t.d. Fullan og Hargreaves, 1992; Gall, Borg og Gall, 1996) og hér á iandi
(Hafdís Guðjónsdóttir, 2000; Hafdís Ingvarsdóttir, 2001; Kristín Aðalsteinsdóttir,
2000; Sigrún Aðalbjarnardóttir 1992a, 1999; Trausti Þorsteinsson, 2000). Þessar rann-
sóknir hafa m.a. beinst að hugmyndafræði kennara, markmiðum þeirra og kennslu-
aðferðum. 1 þeirri umræðu hefur áhersla verið lögð á mikilvægi ríkrar fagmennsku
14 Grein þessi er byggð á rannsóknarverkefni sem fyrsti höfundur lagði fram til fullnaðar M.A.
gráðu í uppeldis- og nienntunarfræði við Háskóla íslands vorið 2001. Leiðsagnarkennari var ann-
ar höfundur greinarinnar. Kennaranum sem þátt tók í rannsókninni eru hér færðar þakkir fyrir
gefandi og ánægjulegt samstarf og Rannsóknarnámssjóði RANNÍS fyrir veittan styrk.
121