Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 133
KATRÍN FRIÐRIKSDÓTTIR OG SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR
þegar hún er tveggja ára. Andlát eiginmannsins reynist móður Önnu mikið áfall. Það
að sinna uppeldi einkadótturinnar ásamt því að vinna úti verður henni fljótlega of-
viða. Niðurstaðan varð sú að Anna fór í fóstur til náinna ættingja.
Þessar aðstæður hafa að mati Önnu haft áhrif á hana sem manneskju og um leið
.kennara. Hún segir: „Me'r fannst þetta svolítið erfitt. ... vera öðruvísi og það angraði mig
á ákveðinn hátt. Ég skammaðist mín fyrir þetta, að vera ekki eins og hin börnin." Anna
skammaðist sín til dæmis fyrir það hvað fósturmóðir hennar var gömul og að hún
var ekki alvöru mamma. Hún telur þetta hafa haft þau áhrif að hún hafi, sem kenn-
ari, átt auðveldara en ella með að setja sig í spor þeirra barna sem ekki búa við hefð-
bundið fjölskyldumynstur. Eins telur Anna þessa reynslu, föðurmissirinn, hafa haft
áhrif á það hvernig hún vinnur með börn sem misst hafa foreldri og nefnir dæmi þar
að lútandi.
Önnu verður tíðrætt um barngæsku fósturforeldra sinna, sem hún kallar ávallt
foreldra sína. Hún segir: „Það eru mjög se'rstök samskipti í báðum fjölskyldunum mínum
gagnvart börnum. Börn eru virt sem manneskjur og þau eru í miklum metum ekki si'ður en
eldra fólkið." Anna telur að sú væntumþykja og virðing sem foreldrar hennar sýna
börnum hafi átt þátt í að móta hana sem kennara. Hún sé alin upp við það viðhorf að
börn séu bestu manneskjur sem maður eigi að bera virðingu fyrir og nálgast sem jafn-
ingja. Hún segir: „Að setja sig í spor þeirra [barnanna] og hlusta á þau, þetta er mjög rfkt
ífari þeirra [foreldra Önnu]."
Anna er að eigin sögn alin upp við þessa barngæsku en engu að síður við þó
nokkurn aga. Hún segir: „Maður átti að kunna sig, vera kurteis og siðvandur." Anna tel-
ur þetta hafa verið hluta af tíðarandanum „Börn áttu [íþá daga] bara að sitja, hlusta og
hlýða." Anna telur að þessi mikli agi í uppeldi hennar hafi orðið til þess að hún hafi
sjálf oft orðið of eftirgefanleg bæði í uppeldi barna sinna og eins í kennarastarfinu.
„Ég ætlaði me'r ekki að verða of ströng, en það er svona tilhneiging hjá me'r aðfara út íhin-
ar öfgarnar ... láta hlutina ganga oflangt. Stoppa þá ekki af."
Það er ljóst að Anna spáir talsvert í samskipti fólks. Hún er frá upphafi mjög opin
fyrir vinnu með samskipti nemenda og segist ávallt hafa haft áhuga á samskiptum.
Líklegt verður að telja að margt hafi orðið til þess að kveikja þann áhuga. Þegar hef-
ur verið bent á þætti eins og viðhorf og samskiptahætti foreldra hennar, einkum við
börn.
Hvernig telur Anna nám og störf hafa mótað sig sem kennara?
í grunninn telur Anna sig hafa svipaðar hugmyndir um kennslu að leiðarljósi nú og
í upphafi kennsluferilsins. Kennsluaðferðirnar séu þó aðrar og reynslan fjársjóður
sem hún geti leitað í. Hún segir kennarastarfið hafa breyst mjög mikið á þeim þrjátíu
árum sem hún hafi starfað við kennslu. Sumt af því telur hún vera til mikilla bóta. Til
að mynda hafi námsefni og allt sem snýr að nemendum breyst til batnaðar þó að enn
megi gera betur í þeim efnum.
Anna telur að breytingarnar hafi orðið hvað mestar með kennslu í samfélagsfræði
sem áður hét átthagafræði. Þegar Anna ígrundar þetta í tengslum við eigin kennslu
staldrar hún við skólaárið 1976-1977. Hún merkir um það leyti ákveðin tímamót,
bæði í tíðaranda almennt og eins með útgáfu nýs námsefnis í samfélagsfræði. Anna
telur að um þetta leyti hafi nemendur farið að taka ríkari þátt í kennslustundum hjá
131