Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 137
KATRÍN FRIÐRIKSDÓTTIR OG SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR
okkur farnast í framtíðinni. Virðing hefur jákvæð áhrif á samskiptahæfni og sjálfs-
mynd. Þótt barnið sé í brennidepli hjá henni má einnig finna hjá henni þá hugsun að
þjóðfélagið verði betra ef einstaklingarnir séu hæfir í samskiptum. Hún segir:
Auðvitað er markmiðið að þau verði nýtir þjóðfélagsþegnar. Við þekkj-
um að sjálfsögðu ekki það þjóðfélag sem bíður þeirra en hvernig svo
sem það verður er mikilvægt að þau geti aflað sér þekkingar. Auk þess
er líklegt að einstaklingar með styrka sjálfsmynd og góða samskipta-
hæfni verði virkir og nýtir þjóðfélagsþegnar.
Síðar í sama viðtali tvinnar Anna saman mikilvægi sjálfsmyndar og samskiptahæfni.
Um leið tekur hún ákveðin dæmi:
Það er svo margt, svo margar hættur sem blasa við börnum í dag og ég
held að það sé mjög mikils virði að barnið hafi jákvæða sjálfsmynd, að
það sé ánægt með sjálft sig, sátt við sjálft sig eins og það er. Það er svo
gaman að sjá þegar að manni tekst það, ef það tekst, að koma því til
skila að barnið sé ánægt með sjálft sig og því finnist það ekki halloka í
félagslegum samskiptum. Það skiptir líka máli innan bekkjarins, en það
getur oft verið erfiðara ef barnið er einmana og tengist ekki öðrum
börnum. Það eru svo margar hættur sem blasa við börnum úti í þjóðfé-
laginu, svona almennt, þegar þau fara að eldast svo sem áfengi og eit-
urlyf. Þegar maður hugsar til þessa sér maður gildi þess að börnin hafi
jákvæða sjálfsmynd og geti átt eðlileg félagsleg samskipti við aðra.
Hér sem fyrr vísar Anna bæði í nútíð og framtíð barnsins. Það er mikilvægt í nútíð-
inni, innan bekkjarins, að barnið „sé ánægt með sjálft sig ... ogfinnist það ekki fara hall-
oka t félagslegum samskiptum". Það sem greinir þessa tilvitnun frá hinum er að nú vís-
ar Anna í tilteknar aðstæður, ákveðið samhengi í hugsanlegri framtíð barnsins, til út-
skýringar á mikilvægi þeirra þátta sem hún telur mestu skipta. Hér falla hugmyndir
hennar því að sjónarhorni þrjú um markmið samkvæmt líkaninu um uppeldissýn (sbr.
1. töflu).
Hvaða leiðir kýs Anna til að ná þessum markmiðum?
Til þess að kennari geti ræktað með nemendum jákvæða sjálfsmynd, samskiptahæfni
og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum eru nokkur atriði sem Anna telur öðrum
mikilvægari. Kennarinn þarf að láta sér þykja vænt um nemendur, hann þarf að virða
þá, vera nærgætinn í samskiptum við þá, rækta jákvæðar tilfinningar í garð þeirra og
viðhafa fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hún segir:
Að láta sér þykja vænt um nemendur. Mér finnst það vera það sem
skiptir máli. Þetta er nú lítill vandi hvað varðar flest börn. En svo eru
þau sem hafa kannski neikvæða hegðun, skera sig að einhverju leyti úr
og eru e.t.v. lítið gefandi. Þá hefst þetta ræktunarskeið, að rækta sjálfan
sig gagnvart barninu og láta sér þykja vænt um það.
135