Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 142
„ É G VAR SJÖ ÁRA ÞEGAR ÉG ÁKVAÐ A Ð VERÐA KENNARI"
UMRÆÐA
Markmið rannsóknarinnar var að öðlast betri skilning á tengslum lífssögu kennara
og uppeldissýnar. Mikilvægur liður í því efni var að halda áfram að þróa líkan um
uppeldissýn kennara með því að leggja áherslu á lífssögu þeirra. Líkaninu um upp-
eldissýn og lífssögu kennara er ætlað að vera stoð við að greina á gagnlegan hátt hver
uppeldissýn einstakra kennara er, hvað hefur haft áhrif á hana og hvernig hún þró-
ast. Sú hugsun Hggur að baki að kennarar sem búa yfir víðri og djúpri uppeldissýn
nái betri árangri í skólastarfi (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1999). Um leið þarf að hafa í
huga að einfalda ekki um of þann margbreytileika sem fram kemur í fagþroska kenn-
ara (sjá t.d. Johnston, 1997).
Atviksgreiningin á hugsun og starfi kennarans Önnu Arnardóttur beindist að því
að skoða hvernig hún telur lífssögu sína birtast í uppeldissýn sinni og koma fram í
markmiðum og kennsluaðferðum. Þetta er ný nálgun í þróun líkansins og gefur því
aukna dýpt. Kennarinn skoðar líf sitt í samhengi og ígrundar hvernig bernska, nám
og starfsreynsla getur haft áhrif á hugmyndir hans um kennslu. Slíka lífssögunálgun
telja ýmsir fræðimenn mikilvæga sé ætlunin að skilja starf kennara og um leið að
þróa skólastarf (Aitken og Mildon, 1992; Butt o.fl., 1992; Conelly og Clandinin, 1990;
Fischler, 1999; Goodson, 1991; Kelchtermans og Vandenberghe, 1993; Kelchtermans,
1994).
Anna leggur ríka áherslu á að efla félags- og persónuþroska nemenda. Jákvæð
sjálfsmynd, góð samskiptahæfni og gagnkvæm virðing eru þættir sem mynda rauða
þræði í allri umræðu hennar um starf með nemendum. Ljóst er að hún telur mikil-
vægt að efla þessa þætti hjá nemendum öðrum fremur í skólastarfinu. Auk þess legg-
ur hún áherslu á skilning þeirra og færni í hefðbundnum námsgreinum.
Anna er dæmi um kennara sem gerir sér góða grein fyrir tengslum lífssögu sinn-
ar og uppeldissýnar. Um leið á hún mjög auðvelt með að gera öðrum grein fyrir þess-
um tengslum. Hún tengir markmið sín og bekkjarstarf með afar skýrum hætti við það
uppeldi sem hún segist hafa hlotið á bernskuheimili sínu. Þannig tekur hún ýmis
dæmi um hvernig hún telur ákveðna þætti úr uppeldinu hafa með beinum hætti haft
áhrif á starf hennar, ekki síst með tilliti til samskiptahátta og viðhorfa til barna. Ætla
má að sérstakar aðstæður hennar í bernsku, þar sem hún ólst upp hjá eldra fólki, fóst-
urforeldrum, skýri að einhverju marki þessi sterku tengsl. Butt og samstarfsmenn
hans (1992) benda einmitt á að þeim mun sérstæðara sem lífshlaup einstaklings sé
þeim mun líklegra sé það til að hafa áhrif á störf hans.
Anna nefnir mörg dæmi um hvernig áhrif skólagöngu hennar, m.a. viðmót kenn-
ara, birtast í starfi hennar með nemendum. Komið hefur fram að slíkt er algengt með-
al kennara og dregur það fram ákveðna sérstöðu kennarastéttarinnar sem fagstéttar
(Mitchell og Webber, 1996). Allir kennarar hafa verið nemendur og hafa því talsverð-
ar hugmyndir um það sem fram fer í skólastofunni áður en kennaranám hefst. Rann-
sóknir hafa sýnt að þessi reynsla getur haft umtalsverð áhrif á störf kennara, sérstak-
lega byrjendur í starfi (Knowles, 1992).
Anna telur reynslu sína sem kennari hafa haft afgerandi áhrif á sýn hennar á
kennslu. Hún tiltekur ekki sérstaka hugmyndafræði sem hún byggir starf sitt á öðr-
140