Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 152
FAGMENNSKA GRUNNSKÓLAKENNARA Á NORÐURLANDI EYSTRA
Staða kennara sem fagmanna
Þrátt fyrir viðleitni kennarasamtaka og stjórnvalda til að telja starfsgrein kennara til
fagstétta með lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum kennara og öðrum aðgerð-
um, hafa þeir átt erfitt með að öðlast faglega viðurkenningu. Þetta virðist ekki bund-
ið íslenskri kennarastétt því kennarar víða um heim hafa verið gagnrýndir fyrir lé-
lega fagvitund - að þeir líti ekki á starf sitt sem „prófessjón", eða „skuldbundið lífs-
starf" eins og Broddi Jóhannesson orðaði það (1978:12).
Deilt hefur verið um það hvort telja ber kennara fagmenn og hvort það er yfirleitt
æskilegt að þeim sé fengin fagstéttarleg staða (Lortie 1969, Sykes 1989, Burbules og
Densmore 1991). Ágreiningurinn lýtur að því hvort þekkingargrunnur kennslu sem
starfs sé nokkur eða hver hann eigi að vera. Berliner (1992:228) segir að kennslufræði-
leg þekking, þ.e. þekking á stofnunum og bekkjarstjórnun, áhugahvöt, kennsluað-
ferðum, agastjórnun og einstaklingsmun, sé ekki metinn af almenningi. Þeir sem
halda því fram, að þessi grunnur sé afar takmarkaður og sé fyrst og fremst reynslu-
þekking, leggja áherslu á að aðalatriðið sé að kennarar hafi fræðilega undirstöðu-
þekkingu á þeim þekkingarsviðum er námsgreinar grunnskólans tilheyra. í ljósi
þessa er vart hægt að tala um kennara sem fagstétt.
Darling-Hammond (1990:35) gagnrýnir slíkar skoðanir og segir þær sambærilegar
því að ætla sér að þjálfa lækna í að meðhöndla krabbamein án þess að þeir hafi
nokkurn grunn í líffærafræði, lífeðlisfræði, líffræði eða meinafræði. Hún segir að
tækni án vísindakenninga, sannana og innihaldsþekkingar leggi ekki grunn að fag-
legri ákvarðanatöku. Kennaranám hafi þó fremur tekið mið af starfi innan regluveld-
is en sjálfstæðu faglegu starfi og áhersla því lögð á innrætingu og þjálfun kennara til
að bregðast við samkvæmt forskriftum. Á sama hátt segja Rúnar Sigþórsson o.fl.
(1999:122) að sérhver kennari þurfi að geta myndað sér rökstuddar skoðanir á flestu
því sem hann gerir í kennslu. Hann þurfi að vera opinn fyrir gagnrýni og tilbúinn til
að endurskoða starf sitt til að gera betur.
Fljótt á litið virðist starf kennara falla vel að skilgreiningu fræða á fagstéttum:
• Starfið er ein af undirstöðum velferðakerfisins.
• Nemandinn er í fyrirrúmi í öllum aðgerðum kennarans.
• Kennarar njóta umtalsverðs sjálfstæðis í starfi.
• í starfi kennara felst eðlislæg nýbreytni, óvissa og áhætta. Hver dagur er upp-
fullur af óvæntum uppákomum.
• Kennarinn á að geta myndað sér rökstuddar skoðanir á flestu því sem hann
gerir í kennslu. Gagnrýnið sjálfsmat og íhugun er ein af veigamestu undirstöð-
um sérfræði hans.
Aðalsmerki kennara, segir Ólafur Proppé (1992:227), er að hafa barnið eða ungling-
inn í brennidepli. Þeir skipuleggja skólastarfið og verða að kunna svo til verka að þeir
geti kennt nemendum á ýmsum aldri, áhugasömum jafnt sem áhugalausum og nem-
endum sem eru ólíkir að námsgetu og þroska. Til þess þurfa þeir að hafa á valdi sínu
kennarafræði, þekkingarfræðilegan grundvöll um uppeldi, nám og kennslu, sem þó
150