Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 155
TRAUSTI ÞORSTEINSSON
RANNSÓKNIN
I rannsókninni var kastljósinu beint að inntaki faglegs starfs kennara og leitað svara
við eftirfarandi meginspurningu:
Hvað einkennir fagmennsku grunnskólakennara á Norðurlandi eystra?
Til að svara rannsóknarspurningunni var stuðst við þrjú snið Peter Ribbins (1990) á
fagmennsku kennara. Litið er á þau sem ferli í ákveðinni þróun í faglegu starfi starfs-
stéttarinnar (Hargreaves og Fullan 2000). Fjærst í tíma er það sem hér hefur verið
nefnt ósjálfstæð fagmennska en næst okkur eða fram undan er hin samvirka fag-
mennska. Mitt á milli stendur hin sjálfstæða fagmennska kennara.
Ákveðið var að afmarka rannsóknina við eitt af fræðsluumdæmum landsins eins
og þau voru skilgreind í lögum um grunnskóla frá 1991. Norðurlandsumdæmi eystra
varð fyrir valinu sökum stærðar sinnar og samsetningar. Umdæmið náði frá Ólafs-
firði að vestan til Þórshafnar að austan. Alls eru skólar umdæmisins 29 talsins og
fjöldi grunnskólakennara með tilskilda menntun 285. Lætur það nærri að vera 10%
grunnskólakennara á landinu öllu. í umdæminu er að finna flestar skólagerðir, sem
áhrif geta haft á fagleg viðhorf kennara, s.s. fjölmenna skóla í þéttbýli, fámenna skóla
í sveit eða sjávarþorpi, meðalstóra skóla, heimanakstursskóla og aðrar samsetningar.
Matsgrind
í fyrstu var sett saman matsgrind sem byggð var á þremur sniðum, þ.e. ósjálfstæð,
sjálfstæð og samvirk fagmennska. Til að lýsa hverju sniði nánar var stuðst við rann-
sóknir Broadfoots og Osborne (1988:265-287) og lýsingar Darling-Hammond
(1990:25-49), Hargreaves (1994:423-438) og Hoyle (1975:314-320 og 1992) á fag-
mennsku kennara.
Ósjálfstæð fagmennska (snið I) Sjálfstæð fagmennska (snið 11) Samvirk fagmennska (snið III)
Umgjörð kennarastarfs: • Metur mikils skilyrðingar og forskriftir um hvað skuli kennt og livenær. Telur sam- ræmd próf og ytra mat gagnleg til að veita skóla- stjórum upplýsingar um stöðu skólans. Ráðgjafar skóla meta hvaða aðgerða er þörf. • Vill að í námskrá séu ná- kvæmar skilgreiningar á markmiðum og inntaki skólastarfs, hvað skuli kennt, hvernig og hvenær. • Metur mikils faglegt sjálf- stæði því skilgreining á- byrgðar sé í eðli sínu fólgin í kennaramenntuninni. Telur hvers konar samræmd próf og ytra mat tæki til að þrengja að faglegum yfirráð- um og auka miðstýringu. • Vill að í námskrá sé víð skil- greining á markmiðum og inntaki skólastarfs en fag- maðurinn fái það vald að á- kveða hvað er kennt, hvern- ig og hvenær. • Metur mikils faglegt samráð því gagnrýnin umræða inn- an skóla tryggi best árangur og ábyrgð í starfi. Telur hvers konar samræmd próf og ytra mat gagnlega upp- lýsingaöflun við þróun markmiða og starfs. • Vill að í námskrá sé víð skil- greining á markmiðum og inntaki skólastarfs og fag- hópur kennara fái að ákveða hvað skuli kennt, hvernig og hvenær, í samráði við for- eldra.
153