Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 157
TRAUSTI ÞORSTEINSSON
Matsgrindin dregur fram sex mikilvæga þætti er varða starf kennara. Þeir eru:
1) Umgjörð kennarastarfs,
2) samstarf við foreldra,
3) starfsaðferðir,
4) fagleg ábyrgð,
5) innra mat og ákvarðanir,
6) endurmenntun og þróunarstarf.
Tilgangurinn með gerð matsgrindar var að setja saman í knöppu formi lýsingu á
hverju hinna þriggja sniða í fagmennsku kennara í sex framangreindum starfsþáttum
svo hafa mætti þá til hliðsjónar við greiningu opinberra gagna og upplýsinga af
starfsvettvangi.
Settur var saman spurningalisti á grundvelli matsgrindarinnar. í listanum voru 34
spurningar og skiptist hann í tvo hluta. Fyrstu sautján spurningarnar vörðuðu bak-
grunnsupplýsingar um þátttakendur, starf þeirra og starfsaðstæður. I síðari hluta
spurningalistans var þátttakandinn beðinn að taka afstöðu til atriða í faglegu starfi
kennara sem vörðuðu þá sex starfsþætti er tilgreindir voru í matsgrindinni. Hverjum
þætti tilheyrðu tvær til fjórar spurningar. í spurningunum voru settar fram þrjár full-
yrðingar er rímuðu við hvert hinna þriggja sniða á fagmennsku kennara. Átti svar-
andi að vega gildi hverrar fullyrðingar með tilliti til eigin viðhorfs eða starfskenning-
ar og deila tíu stigum á milli þeirra. Það sem svarandanum fannst mikilvægast fékk
flest stigin og skyldi hver valmöguleiki fá stig. Þannig gat það snið er flest stigin hlaut
fengið átta stig en lægst eitt stig. Samtala úr hverri spurningu varð því tíu. Með svör-
un allra spurninganna sautján gat summa einhvers sniðanna þriggja hæst orðið 136
en lægst gat hún orðið sautján stig hjá hverjum svaranda.
Tölfræðileg úrvinnsla
Við úrvinnslu var leitað eftir því hvort greina mætti að starfssniðin þrjú, ósjálfstæða,
sjálfstæða og samvirka fagmennsku, í viðhorfi kennara til starfsins. Gengið var út frá
því að kennarar væru ekki annaðhvort eða, heldur leyndist með þeim hluti hvers
forms fyrir sig í mismiklum mæli en kennarar aðhylltust þó eitt þeirra umfram önn-
ur. Úrvinnslan laut að því að fá fram hvert sniðanna þriggja var sterkast, þ.e. hlaut
flest stig. Lagður var saman heildarstigafjöldi og reiknað út meðaltal hvers sniðs. Til
að meta hvort marktækur munur væri á meðaltölum var beitt dreifigreiningu
(ANOVA) og margföldum samanburði, þar sem notað var Tukey prófið, til að finna
hvort meðaltöl sniðanna þriggja greindu sig marktækt hvert frá öðru.
Tilgangur bakgrunnsbreyta var að kanna hvort tengsl væru milli þeirra og afstöðu
kennara til fagsniðanna þriggja. Einnig gefa þær ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um
kennara í úrtaki og var beitt fylgnigreiningu til að meta hvort um marktæk tengsl
væri að ræða milli þeirra og heildarúthlutun stiga á sniðin þrjú.
Hér á eftir skal nú gerð grein fyrir helstu niðurstöðum.
155