Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 158
FAGMENNSKA GRUNNSKÓLAKENNARA Á NORÐURLANDI EYSTRA
NIÐURSTOÐUR UR SVORUM KENNARA
Spurningalistinn var lagður fyrir kennara haustið 1998 en þá voru 28 grunnskólar á
Norðurlandi eystra. I þremur þeirra var skólastjórinn sá eini sem lokið hafði kennara-
prófi en aðrir starfsmenn voru leiðbeinendur. Skólastjórar svöruðu ekki spurninga-
listanum og því voru engir þátttakendur úr þessum skólum. Heildarfjöldi þátttak-
enda var 285 kennarar sem starfa í hálfu starfi eða meira í 25 skólum á Norðurlandi
eystra. Konur voru 208 eða 73,0% og karlar 77 eða 27,0%. 212 kennarar svöruðu
spurningalistanum eða 74,4% grunnskólakennara á Norðurlandi eystra en þar af
voru konur 153 eða 72,2% en karlar 55 eða 25,9%. Svörun m.t.t. skiptingar eftir kynj-
um virðist því endurspegla vel hópinn.
Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að einkenna samvirkrar fagmennsku gæt-
ir mest meðal grunnskólakennara á Norðurlandi eystra. Að meðaltali lúaut það fag-
snið 63,88 stig en sjálfstæð fagmennska 60,83 stig. Síst gætir einkenna ósjálfstæðrar
fagmennsku en það fagsnið hlaut aðeins 43,91 stig (tafla 1).
Tafla 1
Dreifing stiga á milli þriggja sniða fagmennsku kennara
Snife N Stig M Miðg. Lágm. Hám. sf
Ósjálfstæð fagmennska 210 9222 43,91 43,00 22,00 74,00 9,31
Sjálfstæð fagmennska 210 12774 60,83 61,00 36,00 85,00 8,81
Samvirk fagmennska 210 13414 63,88 63,00 31,00 99,00 11,28
í töflunni má sjá að munur á meðalfjölda stiga sem kennarar settu á sjálfstæða fag-
mennsku og samvirka er ekki verulegur. Þegar litið er á stigadreifingu kennara á
hvert snið fyrir sig má sjá að mestur munur virðist vera í afstöðu þeirra til samvirkrar
fagmennsku en þar er staðalfrávikið hæst. Lægst gefa kennarar því sniði 31 stig en
hæst 99 stig meðan þessi spönn er mun þrengri í báðum hinum sniðunum. Dreifing-
in er minnst innan sjálfstæðrar fagmennsku. Þar liggur dreifingin á bilinu 36 stigum
til 85 stiga.
Með dreifigreiningu var kannað hvort marktækur munur væri á meðaltali snið-
anna þriggja (tafla 2).
Tafln 2
Dreifigreining á afstöðu kennara til þriggja sniða fagmennsku
(SS=kvaðratsumma, df=frelsisgráður, MS=meðal kvaðratsumma)
Dreifigreining ss df MS F
Milli hópa 48570,11 2 24285,05 249,79**
Innan hópa 60959,07 627 97,22
Samtals 109529,17 629
“ p < 0,01
156