Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 159
TRAUSTI ÞORSTEINSSON
Af dreifigreiningunni má sjá að marktækur munur er á milli sniðanna. Með marg-
földum samanburði (Tukey-próf) má sjá að munurinn er marktækur milli þeirra allra
(tafla 3).
Tafla 3
Samanburður (Tukey-próf) ó þremur sniðum fagmennsku kennara
Snið Ósjálfstæð Sjálfstæð Samvirk Meðaltal
Ósjálfstæð — 43,91
Sjálfstæð *** ... 60,83
Samvirk *** ** 63,88
*p<0,05, **p<0,01, ***p<0,001
Þetta þýðir að þó lítill munur sé á fjölda stiga sem kennarar setja að meðaltali á sam-
virka og sjálfstæða fagmennsku þá er hann marktækur á milli allra sniðanna þriggja.
Ef kennarar eru flokkaðir eftir því hvaða sniði þeir gáfu flest stig kemur í ljós að
101 kennari setti flest stig á samvirka fagmennsku, 88 kennarar deildu flestum stig-
um á sjálfstæða fagmennsku og fjórtán kennarar gáfu ósjálfstæðri fagmennsku flest
stig í heild. I níu tilfellum deildu kennarar jafnmörgum stigum á sjálfstæða og sam-
virka fagmennsku (tafla 4).
Tafla 4
Yfirlit yfir hversu oft hvert snið hlaut flest stig í stigagjöf kennara
Snið: N % Stig M sf
Ósjálfstæðir fagmenn 14 6,9 866 61,86 5,14
Sjálfstæðir fagmenn 88 43,3 6000 68,18 5,60
Samvirkir fagmenn 101 49,7 7327 72,55 8,46
Af töflunni má sjá að meðaltal samvirkrar fagmennsku er hæst, eða 72,55 og eru
kennarar þessa sniðs þar af leiðandi ákveðnari í afstöðu sinni til síns sniðs en kenn-
arar hinna sniðanna tveggja. Stigagjöf þeirra spannar þó víðara svið en annarra sem
sjá má á því að staðalfrávik er nokkru hærra hjá þeim en hinum tveimur flokkunum.
Rétt tæpur helmingur kennara á Norðurlandi eystra verður því að teljast samvirkir
fagmenn meðan liðlega 40% hallast að sjálfstæðri fagmennsku en ósjálfstæð fag-
mennska er hverfandi.
Tengsl bakgrunns og einkenna á fagmennsku
Við úrvinnslu úr svörum kennara var skoðað hvort bakgrunnur svarenda hefði
merkjanleg áhrif á afstöðu þeirra til fagsniðanna þriggja.
157