Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 160
FAGMENNSKA GRUNNSKÓLAKENNARA Á NORÐURLANDI EYSTRA
Kyn
Þegar skoðaður var munur á viðhorfi kynjanna til sniðanna þriggja kom í ljós að við-
horfa samvirkrar fagmennsku gætir fremur hjá konum en körlum (tafla 5).
Tafla 5
Afstaða kynja til þriggja sniða fagmennsku kennara
Kyn
Ósjálfstæð fagmennska
Sjálfstæð fagmennska
Samvirk fagmennska
N Stig* M sf Stig * M sf Stig * M sf
Karlar 54 2503 46,35 9,01 3356 62,15 7,83 3301 61,13 11,76
Konur 152 6560 43,16 9,29 9179 60,39 9,04 9841 64,74 10,86
* Heildarstigafjöldi
Eins og fram kemur í töflu 5 setja karlar flest stig á sjálfstæða fagmennsku en konur
setja flest stig á samvirka fagmennsku. Þá má einnig sjá að ósjálfstæð fagmennska
nýtur meiri hylli meðal karla en kvenna. Dreifing stiganna á samvirka fagmennsku
meðal kvenna er minni en meðal karla sem gefur til kynna að konur eru ákveðnari í
afstöðu sinni til þess sniðs en karlar. Hins vegar er dreifing stiga á ósjálfstæða og sjálf-
stæða fagmennsku meðal kvenna meiri en meðal karla sem bendir til að konur séu
tvíbentari í afstöðu sinni til þeirra sniða en karlar. Til að meta hvort kynjamunur er
marktækur var beitt dreifigreiningu (tafla 6).
Tafla 6
Dreifigreining á afstöðu kynja til þriggja sniða fagmennsku kennara
Dreifigreining: SS df MS F
Ósjálfstæð Milli hópa 406,47 1 406,47 4.782*
fagmennska Innan hópa 17338,53 204 84,99
Alls 17745,00 205
Sjálfstæð Milli hópa 123,42 1 123,42 1.614
fagmennska Innan hópa 15594,91 204 76,45
Alls 15718,33 205
Samvirk Milli hópa 520,35 1 520,35 4.226*
fagmennska Innan hópa 25121,09 204 123,14
Alls 25641,44 205
* p<0,05
Af töflunni má sjá að marktækur munur er á afstöðu karla og kvenna til sniðanna
tveggja, ósjálfstæðrar og samvirkrar fagmennsku. Hins vegar er munurinn á afstöðu
þeirra til sjálfstæðrar fagmennsku ekki marktækur.
158