Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 161
TRAUSTI ÞORSTEINSSON
Menntun
Menntun kennara er margvísleg. Ýmist hafa kennarar lokið kennaraprófi frá Kenn-
araskóla íslands, námi í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda, B.Ed.-prófi,
sérgreindu kennaraprófi s.s. í íþróttum, tónlist, myndlist o.fl. og síðast en ekki síst
hefur hópur kennara lokið framhaldsnámi í sérkennslu eða öðru námi á sviði
kennslu- og uppeldisfræða. Því var forvitnilegt að kanna hvort mismunandi mennt-
un kennara hefur áhrif á viðhorf þeirra til starfssniðanna þriggja.
I öllum menntunarflokkunum gætir einkenna samvirkrar fagmennsku mest nema
meðal kennara sem lokið hafa sérgreindu kennaranámi en einkenna sjálfstæðrar fag-
mennsku gætir mest meðal þeirra. Mest gætir viðhorfa ósjálfstæðrar fagmennsku
meðal kennara sem luku kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands og kennara með sér-
greint kennarapróf. Eftirtektarvert er hversu lítill stigamunur er á milli sjálfstæðrar
fagmennsku og samvirkrar hjá kennurum sem lokið hafa B.Ed.-námi og þeirra sem
lokið hafa framhaldsnámi í kennslufræðum (tafla 7).
Tafla 7
Afstaða kennara til þriggja sniða fagmennsku m.t.t. menntunar
Mcnntun Ósjálfstæð fagmennska Sjálfstæð fagmcnnska Samvirk fagmennska
Kí N Stig M sf Stig M sf Stig M sf
31 1426 46,0 9,74 1826 58,9 8,76 1968 63,4 12,64
Upp/kfr. 19 815 42,9 9,12 1154 60,7 8,51 1261 66,4 8,27
B.Ed. 102 4383 43,0 9,51 6245 61,2 9,36 6562 64,3 11,31
Sérgr. 31 1438 46,4 9,65 1896 61,2 6,99 1886 60,8 11,26
Framh.m. 27 1160 43,0 7,34 1653 61,2 9,15 1737 64,3 11,45
Þegar beitt er dreifigreiningu á meðaltöl á afstöðu kennara til fagsniðanna þriggja
m.t.t. menntunar þeirra kemur ekki fram marktækur munur. Því verður ekki sagt
með vissu að einkenna tiltekins sniðs fagmennsku gæti fremur meðal kennara með
próf frá Kennaraskóla Islands en kennara með B.Ed.-próf eða aðra menntun.
Þá vaknar sú spurning hvort endur- og símenntun kennara hafi frekar áhrif á af-
stöðu þeirra en grunnmenntunin? Kennarar voru beðnir að tilgreina hvort þeir hefðu
varið færri en þremur dögum á sl. tólf mánuðum til endurmenntunar, þremur til
fimm dögum eða meira en viku (tafla 8).
Tafla 8
Afstaða kennara m.t.t. fjölda daga sem þeir hafa varið til endurmenntunar
sl. 12 mánuði
Endurmenntun Ósjálfstæð fagmennska Sjálfstæð fagmennska Samvirk fagmennska
N Stig M sf Stig M sf Stig M sf
<3 dagar 23 1130 49,13 9,68 1407 61,17 7,64 1353 58,83 8,60
3-5 dagar 67 2990 44,63 9,72 4129 61,63 8,81 4211 62,85 10,27
>vika 118 5004 42,41 8,66 7118 60,32 8,85 7728 65,49 11,69
159