Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 162
FAGMENNSKA GRUNNSKÓLAKENNARA Á NORÐURLANDI EYSTRA
Af töflunni má sjá að kennarar, sem varið hafa færri en þremur dögum til námskeiða
og fræðslufunda, gefa ósjálfstæðri fagmennsku að meðaltali 49,1 stig en þeir sem var-
ið hafa fleiri en fimm dögum til endurmenntunar gefa 42,1 stig. Þeir hinir sömu gefa
aftur á móti samvirkri fagmennsku 65,5 stig en þeir sem vörðu færri en þremur dög-
um til endurmenntunar gefa henni 58,8 stig. Ef beitt er dreifigreiningu á meðaltölin
kemur í ljós að munur er marktækur (tafla 9).
Tafla 9
Dreifigreining á afstöðu kennara m.t.t. endurmenntunar
Dreifigreining: SS df MS F
Ósjálfstæð Milli hópa 927,48 2 463,74 5,57**
fagmennska Innan hópa 17078,75 205 83,31
Alls 18006,23 207
Sjálfstæð Milli hópa 75,70 2 37,85 0,50
fagmennska Innan hópa 15572,74 205 75,96
Alls 15648,44 207
Samvirk Milli hópa 964,77 2 482,39 4,03*
fagmennska Innan hópa 24561,30 205 119,81
Alls 25526,08 207
* p<0,05, ** p<0,01
Samkvæmt dreifigreiningunni er marktækur munur á meðaltölum innan ósjálfstæðr-
ar fagmennsku og innan samvirkrar fagmennsku. Hins vegar er ekki að sjá að tími
sem varið er til endurmenntunar hafi nein marktæk áhrif á afstöðu til sjálfstæðrar
fagmennsku kennara.
Sex þættir matsgrindar
I spurningalistanum voru tvær til fjórar spurningar tileinkaðar hverjum hinna sex
starfsþátta sem tilgreindir voru í matsgrind. Reiknað var út meðaltal hvers þeirra til
að meta einkenni á fagmennsku kennara í hverjum starfsþætti fyrir sig.
Reiknuð var fylgni til að meta samræmi í svörum kennara milli þáttanna sex og
reiknaður út heildarstigafjöldi hvers sniðs í spurningunum sem heyrðu hverjum
þætti til. í stuttu máli sýnir slík greining mjög veika en marktæka fylgni í svörum
kennara milli þátta. Þess má vænta að kennari sem gefur samvirkri fagmennsku fá
stig í þættinum ytri rammi setji einnig fá stig á það snið í öðrum starfsþáttum.
Minnstrar fylgni milli starfsþáttanna sex gætir í afstöðu kennara innan sjálfstæðrar
fagmennsku (tafla 10).
160