Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 164
FAGMENNSKA GRUNNSKÓLAKENNARA Á NORÐURLANDI EYSTRA
Umgjörð kennarastarfs
Leitað var eftir viðhorfi kennara til umgjarðar kennarastarfsins. Á grundvelli mats-
grindarinnar voru þeir beðnir um að taka afstöðu til þess af hverju starf þeirra ætti
að mótast, tilgreina afstöðu til samræmdra prófa og ytra mats og lýsa viðhorfi til þess
hvaða svigrúm aðalnámskrá ætti að veita kennurum.
Þegar niðurstöður úr svörum kennara eru lagðar saman og reiknað út meðaltal,
kemur í ljós að kennarar setja flest stig á snið samvirkrar fagmennsku (tafla 11).
Tafla 11
Meðaltal sniðanna þriggja í starfsþættinum umgjörð kennarastarfs
Snið Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik
Ósjálfstæð fagmennska 210 2,77 0,99
Sjálfstæð fagmennska 210 3,00 0,99
Samvirk fagmennska 210 4,23 1,03
Sjá má að almennt hafa kennarar gefið samvirkri fagmennsku fleiri stig en þeirri sjálf-
stæðu og ósjálfstæðu og sniðið greinir sig vel frá þeim. Ef beitt er margföldum sam-
anburði (Tukey-prófi) má sjá að munur milli meðaltala samvirkrar fagmennsku og
hinna sniðanna tveggja er marktækur miðað við 95% öryggismörk en milli ósjálf-
stæðrar fagmennsku og sjálfstæðrar er munurinn ekki marktækur.
Á grundvelli matsgrindar liggur því beint við að álykta að grunnskólakennarar á
Norðurlandi eystra hallist frekast til samvirkrar fagmennsku hvað ytri ramma skóla-
starfs varðar. Þeir telja að umgjörð kennarastarfs þurfi að vera víð og kennarasamfé-
lagi hvers skóla ásamt foreldrum sé falið að ákvarða markmið náms og kennslu í
samræmi við metnar þarfir nemenda. Slíkt faglegt samráð stuðli best að gagnrýnni
umræðu, árangri og ábyrgð í starfi. Þeirra álit er að ytra mat og samræmd próf séu
tæki til öflunar nauðsynlegra upplýsinga fyrir stöðugt umbótastarf í skólum.
Samstarf við foreldra
Mikilvægur þáttur í starfi kennara er samstarf og samskipti við foreldra. Spurt var
um hvaða form kennarar teldu æskilegt í þeim samskiptum. Leitað var eftir því hvort
kennarar litu á foreldra og nemendur sem þiggjendur þess sem þeir reiddu fram,
skjólstæðinga sína eða samstarfsaðila. Jafnframt var spurt um hvert hlutverk foreldra
í skólastarfi ætti að vera, hlutverkaskipti kennara og foreldra og í hverju samskipti
kennara og foreldra væru fólgin.
Athygli vekur að viðhorf kennara til þessa starfsþáttar víkja umtalsvert frá við-
horfum þeirra í öðrum þáttum starfsins. I þremur spurningum af fjórum sem lagðar
voru til grundvallar í þessum þætti hlýtur samvirk fagmennska fæst stig. Að meðal-
tali hlaut hin sjálfstæða fagmennska flest stig eða 3,99 stig (sf=0,83), hin ósjálfstæða
hlaut 3,24 stig (sf=0,95) og hin samvirka 2,77 (sf=0,88). Sniðin greina sig marktækt
hvert frá öðru samkvæmt margföldum samanburði þegar miðað er við 95% öryggis-
mörk.
162
j