Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 165
TRAUSTI ÞORSTEINSSON
Þrátt fyrir að foreldrafélög séu starfrækt við flesta skóla og lög og aðalnámskrá
leggi áherslu á gagnkvæm samskipti heimilis og skóla og ábyrga þátttöku foreldra í
skólastarfi, gætir síst þeirra viðhorfa kennara að líta á foreldra sem samstarfsmenn
við að ná settum markmiðum skólastarfs. Kennarar hallast frekast að einkennum
sjálfstæðrar fagmennsku þó einkenna ósjálfstæðrar fagmennsku gæti einnig umtals-
vert meðal þeirra. Samkvæmt þessari niðurstöðu virðast kennarar því vilja líta á for-
eldra sem skjólstæðinga sem þeim ber að þjónusta á grundvelli sérþekkingar sinnar.
Þeirra hlutverk sé að upplýsa foreldra um vanda og þarfir barnanna og undirstrika
með því mikilvægi sérþekkingar sinnar.
Starfshættir
Tvær spurningar í spurningalista lúta að starfsháttum kennara. Spurt var um á
hverju viðkomandi byggði starf sitt og hvað honum fyndist mikilvægt í starfi.
Að meðaltali hlýtur hin ósjálfstæða fagmennska 2,40 stig (sf=0,87), hin sjálfstæða
3,99 (sf=l,19) og hin samvirka 3,62 stig (sf=l,26). Staðalfrávikið gefur til kynna að
dreifing stiga liinnar samvirku fagmennsku er heldur meiri en hinnar sjálfstæðu.
Hinn sjálfstæði fagmaður hlýtur í þessum þætti flest stigin og samkvæmt marg-
földum samanburði kemur fram marktækur munur á sniðunum þremur miðað við
95% öryggismörk.
í þessum þætti kennarastarfsins virðast kennarar meta hærra sjálfstæða fag-
mennsku þótt að samanlögðu sé ekki mikill munur í afstöðu þeirra til samvirkrar fag-
mennsku. Þeir virðast því byggja starf sitt fremur á eigin reynslu og þekkingu en
reynslunni einni eða samstarfi við aðra og finnst mikilvægt að geta starfað sjálfstætt
og tekið einir þær ákvarðanir sem þeir telja þörf á.
Fagleg ábyrgð
í þættinum fagleg ábyrgð var leitað svara við því hvort kennarar legðu áherslu á op-
inbera stýringu, sjálfstæði sitt eða það að eiga samráð við samkennara og foreldra.
Þau atriði sem að þessum þætti lutu beindust að því hvað réði kennslu kennara, hvað
þeir hefðu til viðmiðunar við val námsgagna, hvað væri mikilvægt til að ná árangri í
skólastarfi og hvað mikilvægast væri við kennslu nemenda með sérþarfir.
Heildarniðurstaða þessa þáttar er að hin sjálfstæða fagmennska hlýtur flest stig að
meðaltali eða 4,04 (sf=0,87), meðan samvirk fagmennska hlýtur 3,74 stig (sf=l,0) og
ósjálfstæð 2,23 stig (sf=0,78). Samkvæmt margföldum samanburði er marktækur
munur á milli meðaltala sniðanna þriggja miðað við 95% öryggismörk.
Þrátt fyrir að munur á meðaltali sjálfstæðrar fagmennsku og samvirkrar fag-
mennsku sé ekki mikill (0,3 stig) telst hann marktækur. Því má álykta að þótt viðmið
samvirkrar fagmennsku njóti nokkurrar hylli kennara m.t.t. faglegrar ábyrgðar meta
þeir meira sjálfstæða fagmennsku, en að vera öðrum undirgefnir eða háðir.
Innra mat
Leitað var eftir afstöðu kennara til innra mats í skólastarfi. Spurt var um með hvaða
hætti kennarar rýndu í eigið starf og hvað væri mikilvægt góðu skólastarfi. Að sam-
163