Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 166
FAGMENNSKA GRUNNSKÓLAKENNARA Á NORÐURLANDI EYSTRA
anlögðu verður hin samvirka fagmennska stigahæst og greinir sig skýrt frá öðrum
sniðum.
Að meðaltali hlýtur hin ósjálfstæða fagmennska 1,76 (sf=0,75), hin sjálfstæða 2,99
(sf=l,ll) og hin samvirka 5,25 (sf=l,42) . í þessum þætti kemur fram skýr munur á
meðaltölum allra sniðanna þriggja og er hann marktækur skv. margföldum saman-
burði og 95% öryggismörkum.
Við innra mat og ákvarðanir í kennarastarfinu meta kennarar samvirk viðmið í
starfi hærra en önnur starfssnið og er munurinn afgerandi. Mikil umræða hefur far-
ið fram á undanförnum árum um innra mat í skólum sem e.t.v. endurspeglar afstöðu
kennara í þessum þætti.
Endurmenntun og skólaþróun
í síðasta þætti spurningalistans var spurt um endurmenntun og skólaþróun. Leitað
var eftir viðhorfi kennara til þess hverjar áherslur í endurmenntun þeirra ættu að
vera og hvar frumkvæði lægi varðandi þátttöku þeirra í skólaþróunarstarfi í skólan-
um.
Flest stig að meðaltali settu kennarar á hina samvirku fagmennsku eða 3,96 stig
(sf=l,35) meðan hin sjálfstæða hlýtur 3,16 stig (sf=l,21) og hin ósjálfstæða lendir
síðust með 2,88 stig (sf=l,09).
Með margföldum samanburði má sjá að munur á milli meðaltala ósjálfstæðrar og
sjálfstæðrar fagmennsku er ekki marktækur miðað við 95% öryggismörk en hins veg-
ar kemur fram marktækur munur milli meðaltala samvirkrar fagmennsku og þessara
sniða tveggja.
Samkvæmt þessu virðast fagleg viðhorf kennara í þessum þætti falla að samvirkri
fagmennsku þar sem litið er á endurmenntun sem hluta heildarstefnu skólans til öfl-
unar nýrrar fræðilegrar og hagnýtrar þekkingar í þágu skólaþróunar.
Samantekt
Þegar á heildina er litið virðist fagmennska kennara á Norðurlandi eystra bera ein-
kenni samvirkrar fagmennsku. Þótt sniðin greini sig marktækt hvert frá öðru er mun-
ur milli samvirkrar og sjálfstæðrar fagmennsku ekki ýkja mikill. Konur virðast frek-
ar aðhyllast samvirka fagmennsku en karlar en engin marktæk tengsl er að finna á
einkennum fagmennsku kennara og menntunar þeirra. Hins vegar koma fram mark-
tæk tengsl milli tíma sem kennarar hafa varið til endurmenntunar og viðhorfa þeirra
til fagsniðanna þriggja.
Fagmennska grunnskólakennara á Norðurlandi eystra virðist ekki einsleit í öllum
sex þáttum starfsins sem til skoðunar voru. í megindráttum einkennist hún af blöndu
samvirkrar og sjálfstæðrar fagmennsku en síst gætir einkenna hinnar ósjálfstæðu. í
þáttunum umgjörð kennarastarfs, innra mat og ákvarðanir og endurmenntun og
skólaþróun virðast starfshættir kennara einkennast mest af samvirkri fagmennsku en
í þáttunum samstarf við foreldra, starfshættir og fagleg ábyrgð ber fagmennska kenn-
ara einkenni sjálfstæðrar fagmennsku. Munur er þó ekki mikill milli sjálfstæðrar fag-
mennsku og samvirkrar í þáttunum starfshættir og fagleg ábyrgð. Samvirkrar fag-
J
164