Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 167
TRAUSTI ÞORSTEINSSON
mennsku gætir langminnst í viðhorfi kennara í þættinum samstarf við foreldra og
jafnvel enn minna en heildarniðurstöður gefa til kynna.
UMRÆÐA
Örar samfélagsbreytingar á síðustu áratugum hafa kallað á þróun starfshátta og
starfsaðstöðu fagmanna. Þessar breytingar hafa í mörgum tilfellum orðið til fyrir á-
hrif fagstétta og nýrrar þekkingar, sem einstaklingar eða hópar innan þeirra hafa
skapað. Þá hefur almenn menntun fólks aukist, tæknibreytingar hafa leitt af sér opn-
ara samfélag og auknar kröfur eru gerðar um skilvirkni í þjónustu fagstétta af neyt-
endum og þeim sem þjónustuna veita. Fagstéttir sem áður lögðu mesta áherslu á
sjálfstæði sitt og sjálfsákvörðunarrétt og slógu þekkingu sína huliðshjúp, eru nú í
annarri stöðu en áður var. Þær eru að uppgötva mikilvægi samstarfs við að finna
lausnir á viðfangsefnum svo og mikilvægi samstarfs við skjólstæðinginn sjálfan. Þær
afsala sér þó ekki fagstéttarlegri stöðu og yfirráðum á sínu þekkingarsviði en undir-
strika mikilvægi sitt í því að leiða skjólstæðing sinn að settu marki. Með faglegu og
þverfaglegu samstarfi fagmanna skapa þeir forsendur fyrir víðari yfirsýn að ekki sé
talað um þá auknu ánægju sem þeir fá úr starfi sínu í virku faglegu samstarfi við
samstarfsmenn og skjólstæðinga.
Af niðurstöðum á einkennum fagmennsku kennara á Norðurlandi eystra, sem hér
hafa verið tíundaðar, virðist mega lesa að þessarar þróunar gætir. Almennt virðast
kennarar vera að hverfa frá viðhorfum hinnar ósjálfstæðu fagmennsku og í heild
virðist einkenna samvirkrar fagmennsku gæta mest meðal þeirra. Þeir telja sig eiga
aðild að ýmsum ákvörðunum er varða faglega stjórnun skólans, þ.e. lúta að kennslu-
aðferðum, markmiðssetningu, námsefni, agareglum, innra mati, þróunaráætlunum
o.fl., og að þeir njóti faglegs sjálfstæðis í starfi. Kennarar segjast þó ekki eiga eins
mikla aðild að ákvörðunum er varða ytri þætti skólastarfs s.s. almennan rekstur
skóla, kennararáðningar, stundaskrárgerð, gerð starfsreglna og bekkjarskipan. Þessi
niðurstaða þarf ekki að koma á óvart og bendir til þess að kennarar taki fyrst og
fremst þátt í ákvörðunum sem geta haft bein áhrif á starf þeirra í skólastofunni, frem-
ur en þeim er varða hina ytri þætti starfsins. Þó munur á einkennum sjálfstæðrar og
samvirkrar fagmennsku í starfsímynd kennara sé ekki mikill þá er hann marktækur
og virðast sniðin greina sig hvert frá öðru samkvæmt margföldum samanburði.
Dreifing er mest innan samvirkrar fagmennsku. Annaðhvort lýsa menn sig lítt hrifna
eða eru mjög sammála því starfssniði. Kennarar sem verja mestum tíma til endur-
menntunar aðhyllast frekar samvirka fagmennsku en hin starfssniðin tvö og er mun-
ur marktækur hvað þetta varðar. Ný þekking og reynsla sem kennarar afla sér með
endur- og símenntun virðist þannig skila sér í skýrari afstöðu til samvirkrar fag-
mennsku.
Þessi nýja þekking og reynsla hefur áhrif á þær hugmyndir kennara sem liggja að
baki beinum athöfnum þeirra í starfi og mótar þar af leiðandi starfskenningu þeirra.
Ragnhildur Bjarnadóttir (1993:41) segir einstaklingsbundna starfskenningu kennar-
ans eða persónulegan stíl hans, mótast smátt og smátt fyrir áhrif persónulegrar og
165