Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 173
ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR
Kennarar og kulnun
íþessari grein eru kynntar nokkrar niðurstöður rannsóknar (Anna Þóra Baldursdóttir 2000)
sem gerð var vorið 2000 um líðan í starfi grunnskólakennara og leiðbeinenda í íslenskum
grunnskólum í þeim tilgangi að kanna hvort kulnunar gæti hjá rannsóknarhópnum. Könn-
uð var útbreiðsla kulnunar og hvort ákveðnir bakgrunnsþættir, s.s. kyn, aldur, menntun,
starfsaldur, bekkjarstærð, og aldurshópur sem kennt er hefðu áhrif. Einnig voru áhrif nokk-
urra þátta ístarfsumhverfi kennara skoðuð.
Niðurstöður sýna að kulnunar gætir hjá rannsóknarhópnum. Fram kemur meðal annars
að hvatning og hrós skólastjórnenda eru kennurum mikilvæg og ekki siður stuðningur for-
eldra. Efsamstarfer ekki gott, hlutverkaárekstrar á vinnustað og hlutverk iUa skilgreind er
það kennurum umtalsverð uppspretta kulnunar ístarfi. Kennurum finnst vinnuálag ístarfi
sínu mikið og mestu álagsmánuði telja þeir desember, september og maí. Um 65% svarenda
liafa Imft áform um að hætta kennslu. Meiri kulnunar virðist gæta hjá þeim sem vilja hætta
kennslustörfum vegna vinnuálags en þeim sem vilja hætta vegna launakjara. Sem megin-
álagsþætti ístarfi nefna kennarar aga- og hegðunarvandamál nemenda, en aðalstarfshvatinn
er áhugi, árangur og vellíðan þeirra.
UM KULNUN
Rannsóknir á kulnun hófust um og upp úr 1970. Þeir sem fyrstir urðu til þess að birta
skrif sín um efnið voru tveir Bandaríkjamenn, geðlæknirinn Herbert J. Freuden-
berger, og félagssálfræðingurinn Christina Maslach (Maslach og Schaufeli 1993). í
upphafi beindust rannsóknir að heilbrigðisstarfsmönnum, en kulnunar gætir helst
hjá starfshópum sem vinna í ýmsum þjónustustörfum með fólk og fyrir fólk í nánum
tengslum við skjólstæðinga og oft við krefjandi aðstæður. Gerðar hafa verið rann-
sóknir meðal allmargra starfsstétta og sýna niðurstöður þeirra að starfsmenn heil-
brigðisstétta og kennarar eru þær starfsstéttir sem kulnunar gætir hvað mest hjá og
um þær hefur hvað mest verið skrifað (Layman og Guyden 1997, Maslach og
Schaufeli 1993, Jackson o.fl. 1986).
Kulnun er þýðing á enska orðinu burnout, stundum nefnt starfsþrot á íslensku eða
sagt er að viðkomandi sé útbrunninn. Ymsar skilgreiningar eru til á fyrirbærinu kuln-
un og því er stundum ruglað saman við önnur skyld fyrirbæri, s.s. þreytu, firringu,
þunglyndi og þó einkum streitu. Segja má að kulnun sé lokastig ferlis þar sem mis-
tekist hefur að ráða við neikvæða þætti streitu (Farber 1991). Streita er talin leika stórt
hlutverk í kulnunarferlinu, en engin ástæða er til að ætla að hún leiði skilyrðislaust
171