Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 174
KENNARAR OG KULNUN
til kulnunar (Rudow 1999). Streita getur verið bæði skammtíma- og langtímafyrir-
bæri. Streita getur átt sér stað sem einstakur atburður og er þá svörun við aðstæðum
sem skapast hafa, andstætt kulnun sem verður alltaf til á lengri tíma, yfirleitt af mörg-
um og samverkandi ástæðum, er djúpstæðari og stendur fyrst og fremst í tengslum
við neikvæðar vinnuaðstæður. Kulnun hefur verið skilgreind sem langvarandi
starfstengd streita og getur hún jafnvel legið í leyni svo að segja án þess að hennar
verði vart um tíma eða hún vanmetin (Schaufeli og Enzmann 1998, Travers og Cooper
1996, Sæmundur Hafsteinsson og Jóhann Ingi Gunnarsson 1993, Farber 1991).
Algengt er að rannsaka kulnun út frá tveimur meginsjónarmiðum, persónuþáttum
annars vegar og stofnanaþáttum hins vegar. Fyrir stóran hóp fólks er starfsumhverf-
ið eitt hið mikilvægasta í lífinu, meðal annars vegna þess að þar eyðir fólk miklum
hluta dagsins og aflar sér lífsviðurværis. Þess vegna hafa fræðimenn áhuga á að
skoða starfsumhverfi og samskipti manna þar (Milstein o.fl. 1984). Persónuþættir,
bakgrunnur einstaklinga og persónuleikaeinkenni (s.s. kyn, aldur, menntun, sjálfs-
traust, sveigjanleiki) eru sérstakir fyrir hvern og einn (Chen og Millier 1997, Capel
1991). Stofnanaþættir, þ. e. ýmsir þættir í starfsumhverfinu og starfinu sjálfu, vísa til
þeirra tilteknu aðstæðna sem eru ríkjandi á vinnustað. Ákveðin persónuleikaein-
kenni, sem sumir einstaklingar hafa til að bera, eru talin auka líkur á kulnun en stofn-
anaþættir valda spennu, og samspil þáttanna tveggja eykur áhrifin. Til þess að kanna
hjá hvaða kennurum gæti helst kulnunar er horft á kulnun út frá persónuþáttum og
skoðuð persónuleikaeinkenni ásamt ýmsum bakgrunnsþáttum um þátttakendur í
rannsókn. Til þess að kanna áhrif stofnanaþátta, s.s. samskipti, hlutverk og vinnu-
álag, er rannsakað hvaða áhrif umhverfisþættir og einkenni í starfsumhverfinu
kunna að hafa í þeim tilgangi að komast að því hvaða þættir á vinnustaðnum og í
starfinu sjálfu gætu hugsanlega stuðlað að kulnun umfram aðra (Schwab o.fl. 1986,
Milstein o.fl. 1984).
Skilgreining á kulnun
I þeirri rannsókn sem hér er kynnt var stuðst við kenningar Christina Maslach, sem
eins og áður sagði, er einn af helstu brautryðjendum rannsókna um kulnun í starfi.
Kenning hennar er svokallað þríþáttalíkan, sem byggist á víðtækum rannsóknum. Til
að byrja með var tekinn fjöldi viðtala við starfsmenn heilbrigðisstétta, en síðar við
starfsmenn úr ýmsum öðrum starfsstéttum, m.a. kennara, en einnig voru gerðar
spurningakannanir og vettvangsathuganir. Niðurstaðan úr þessum viðtölum varð sú
að það álag sem oft verður til í vinnu fagmanns með fólk, sem er hjálparþurfi á ein-
hvern hátt, getur leitt til kulnunar ef ekki er að gáð. I þessum viðtölum birtust jafn-
framt þeir þrír þættir sem Maslach síðar byggði líkan sitt á, þ. e. tilfinningaþrot
(emotional exhaustion), hlutgerving (depersonalization) og minnkandi starfsárangur
(reduced accomplishment).
Skilgreining Maslach á kulnun er sú, að um sé að ræða atferlislega truflun sem
stafar af langvarandi streitu sem hefur í för með sér tilfinningaþrot, þar sem líðan ein-
staklinga einkennist af örmögnun, vanmáttarkennd, minnkandi sjálfstrausti, nei-
kvæðum viðbrögðum og uppgjöf. Annar þáttur, hlutgerving, einkennist af því að
starfsmaðurinn hefur tilhneigingu til að hlutgera (þ.e. fjarlægjast tilfinningalega)
172