Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 180
KENNARAR OG KULNUN
horfakvarða, sem byggður er á þríþáttalíkani Maslach (Maslach Burnout Inventory,
MBI), 22 spurningar þar sem spurt er um líðan í starfi út frá hinni þríþættu skilgrein-
ingu Maslach. Spurningarnar varða allar upplifun fólks á kulnunareinkennum þar
sem spurt er um persónulegar tilfinningar og viðhorf. Hins vegar voru spurningar
sem rannsakandi samdi sjálfur. í þeim er tekið mið af erlendum rannsóknum og far-
ið var eftir ábendingum grunnskólakennara og annarra sem til mála þekkja.
Svör bárust frá 350 og var svörun því 58,3%- Dreifing var allgóð, til dæmis voru
þeir sem í úrtakinu lentu búsettir á 68 stöðum á landinu af 84 stöðum í kennaraskrá
og kenndu við 171 grunnskóla af 207 (Hagstofa íslands, Landshagir 1999). Kynja-
skipting og aldursdreifing benda ekki til annars en að þátttakendahópurinn gefi góða
mynd af þýðinu, en þó reyndust heldur færri úr yngsta aldurshópnum bæði í úrtaki
og þátttakendahóp en við var búist. Þá reyndust 83,5% í kennaraskrá hafa kennslu-
réttindi en 84% þeirra sem í úrtakinu lentu.
Þrátt fyrir að svarhlutfallið sé fremur lágt, leyfir höfundur sér að ætla að niðurstöð-
ur gefi nokkuð raunverulegar vísbendingar um samfélag grunnskólakennara og leið-
beinenda, þar sem þeir er svöruðu könnunninni virðast hafa lík einkenni og kennara-
samfélagið í heild, svo sem kyn, aldur, kennsluréttindi og búsetu. Vegna tiltölulega
lítillar þátttöku verður þó að fara gætilega í allar ályktanir um útbreiðslu kulnunar.
HELSTU NIÐURSTÖÐUR
Hér á eftir verður fjallað um nokkrar niðurstöður sem fengust í rannsókninni. Niður-
stöður gefa vísbendingar um að íslenskir grunnskólakennarar og leiðbeinendur sýni
minni einkenni um tilfinningaþrot og hlutgervingu og þeir sjá meiri árangur af starfi
sínu en kennarar í könnun Maslach. Þannig virðist kulnun meðal þessa rannsóknar-
hóps minni.
Tafla 1 sýnir samanburð á meðaltölum og staðalfráviki úr undirkvörðum MBI
þessarar rannsóknar og rannsóknar Maslach á kennurum (Maslach og Jackson 1986).
Tafla 1
Samanburður á niðurstöðum þessarar rannsóknar og rannsóknar Maslach
Undirþættir kulnunar
Þcssi rannsókn Maslaclt
Undirkvarðar MBI N M sf N M sf
Tilfinningaþrot 321 12,66 7,29 4163 21,25 11,00
Hlutgerving 330 2,94 3,61 4163 11,00 6,19
Starfsárangur 287 37,25 7,06 4163 33,54 6,89
* 63 skiluðti að einhverju leyti ófullnægjandi MBI listum, mismunandi eftir undirkvörðum.
Meðaltal (M), staðalfrávik (SF) og fjöldi (N).
Gerð var þáttagreining á spurningalista Maslach og leiddi hún í ljós að 20 af 22
spurningum MBI-listans flokkuðust með svipuðum hætti og í rannsókn Maslach.
178