Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 181
ANNA Þ Ó R A BALDURSDÓTTIR
Þáttagreining var notuð og var spurningum skipt í þrjá aðskilda undirflokka, tilfinn-
ingaþrot, hlutgervingu og minnkandi starfsárangur sbr. kenningu Maslach, þannig
að hver undirkvarði mælir einn þessara þriggja þátta. í niðurstöðum erlendra rann-
sókna kemur kulnun fram varðandi marga sömu þætti og í þessari rannsókn (Chen
og Millier 1997). Kannað var með samanburði hvort kulnun sæist á kvörðunum
þremur í líkani Maslach. Niðurstöður í þessari grein eru birtar með því að sýna t-gildi
og marktækni.
Af þeim lýðfræðilegum þáttum sem spurt var um var mestur munur á breytunni
aldur (p<0,01). Bendir hún til að yngri kennarar finni meira til kulnunar. Niðurstöð-
ur um áhrifaþætti í starfsumhverfinu sem lúta að samskiptum eru sýndar í töflu hér
á eftir. Voru niðurstöður um foreldrasamstarf hvað mest afgerandi í rannsókninni.
Tafla 2
Samanburður á þeim sem oft eða sjaldan telja sig fá stuðning,
samstarf og hrós í starfi
Stuðningur N Tilfinningaþrot Hlutgerving Starfsárangur
t-gildi t-gildi t-gildi
Hrós skólastjórnenda N=341 3,9***
Hvatning skólastjórnenda
endurmenntun N=350 3,2*** 2,2*
Stuðningur samkennara N=342 3,9*** 2,0*
Stuðningur foreldra N=339 3,5*** 2,6***
Samstarf við foreldra gott N=334 2,4* 4 4*** 3,8***
Hrós foreldra N=342 3,7*** 3,0** 3,1**
*p<0,05, “p<0,01, *«p<0,001
Aðrar afgerandi niðurstöður voru um kennara sem upplifðu mikla hlutverkaárekstra
á vinnustað sínum og hlutverk lítt eða illa skilgreind.
Tafla 3
Samanburður á þeim sem finnast hlutverkaárekstrar miklir eða
hlutverk óskýr og þeim sem ekki finnst það
Áhrifaþáttur N Tilfinningaþrot Hlutgerving Starfsárangur
t-gildi t-gildi t-gildi
H lu tverkaárekstrar N=348 4 9*** 3,3** 3,0**
Óskýr hlutverk N=344 6,1*** 3,3*** 5,3**
*p<0,05, **p<0,01, ***p<0,001
Þátttakendur voru beðnir um að svara nokkrum staðhæfingum með tilliti til þess
hversu miklu álagi í starfi þeim finnst ákveðnir þættir valda og voru þeir síðan flokk-
aðir eftir því hvort þeir tengdust ytri umgjörð skólastarfs, samskiptum eða lutu að
179