Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 183
ANNA ÞORA BALDURSDOTTIR
reyndust það vera desember, september og maí. Allir aðrir mánuðir skólaársins eru
nefndir en mun sjaldnar.
Mynd 2
Mestu álagsmánuðir skólaársins
Mestu álagsmánuðirnir
Áform um að hæfta kennslu
Kannað var hvort grunnskólakennarar og leiðbeinendur hefðu áform um að hætta
kennslu og snúa sér að öðrum störfum vegna þeirra neikvæðu aðstæðna sem þeir
upplifa í starfi sínu. Alls höfðu 223 eða 64,8% svarenda hugleitt að hætta kennslu oft
eða nokkrum sinnum en 121 eða 35,2% sjaldan eða aldrei. Ástæða þótti til að kanna
hvort eitthvað sérstakt einkenndi þann hóp (223) sem frekar hefur áform um að hætta
kennslustörfum.
Tafla 4
Hlutfall kennara sem hafa haft áform um að hætta kennslu -
lýðfræðilegir og starfstengdir þættir
Kyn 64,7%..karla 64,6%..kvenna
Fæðingarár 63,7%..fæddra 1965-1979 50,6%..fæddra 1950 eða fyrr
Menntun 70,1%..B.A./B.Sc./B.Ed.-próf 55,2%..hafa kennarapróf
Kennsluréttindi 65,9%..grunnskólakennara 57,5%..leiðbeinenda
Aldurshópur 68,6%..kenna í 8.-10. bekk 66,4%..kenna í l.-4.bekk
Stærð skóla 70,2%...500 nemendur o.fl. 53,7%...færri en 100 nemendur
Fjöldi skóla 80,7%..starfað við 4-8 skóla 61,3%..starfað við 1-3 skóla
Staðsetning skóla 68,7%..Rvík/10-25 þús. íb. 61,1%..<10.000/dreifbýli
Hefði viðkomandi kennari áformað að hætta kennslu var kannað hverjar gætu verið
ástæður þess og voru svarendur beðnir um að gefa upp þrjár helstu ástæður í for-
gangsröð. Þeir þættir sem oftast voru nefndir samanlagt eru launakjör (247), vinnu-
álag (204) og virðingarleysi í þjóðfélaginu fyrir starfi kennarans (183).
Kannað var hvort kulnunar gætti frekar hjá þeim hópi sem áformar að hætta
181